Blik - 01.06.1976, Page 186
Völvuborg, barnaheimili handa Vestmannaeyjabörnum í BreiShoIti í Reykjavík.
Það var 11. júlí 1973, sem fyrstu
viðræður áttu sér stað milli bæjar-
stjórnar Vestmannaeyja og Rauða
Kross Islands um byggingu dvalar-
heimilis í Vestmannaeyjum. Verkið
var síðan boðið út á haustmánuðum
og bárust tilboð frá Finnlandi, Sví-
þjóð og Danmörku. Um áramótin
var endanlega samið um byggingu
hússins við danska fyrirtækið As-
mussen & Weber A/S, en arkitekt
var Islendingurinn Hilmar Björns-
son, er starfar hjá þessu fyrirtæki.
Hagverk sf. annaðist útboð og hafði
Gunnar Torfason yfirumsjón með
efniskaupum og framkvæmdum öll-
um. Húsgögn og gluggatjöld voru
keypt frá danska fyrirtækinu Ny
Form.
Var dvalarheimilinu gefið heitið
Hraunbúðir, enda reist á gamla
hrauninu í Vestmannaeyjum í hinu
nýja íbúðarhverfi, sem þar var reist,
og var byggt fyrir gjafafé, sem barst
til Hjálparstofnunar kirkjunnar og
Rauða Kross Islands vegna náttúru-
hamfaranna. Þeir erlendu aðilar, sem
þarna áttu hlut að máli, voru Hánd-
slag til Island frá Noregi, American
Scandinavian Foundation, Islands-
vinir í Sviss og Rauða Kross félagar
á Norðurlöndum og í Sviss. Sérsmíð-
aðar innréttingar í föndurherbergi,
geymslur, þjónustuherbe rgi o. fl.
voru gefnar af Rauða Krossi íslands.
Ymis búnaður er gefinn af Soroptim-
istaklúbbi Reykjavíkur, kvenfélaginu
Heimaey í Reykjavík, kvenfélaginu
Líkn í Vestmannaeyjum, Lionsfélög-
um í Finnlandi og fleirum. Tók heim-
ilið til starfa 15. september 1974.
Dvalarheimilið er alls um 1865
fermetrar að stærð. Rúmafjöldi 41.
I húsinu er auk þess herbergi fyrir
184
BLIK