Blik - 01.06.1976, Blaðsíða 189
sem keypt voru á vegum hjálparfélag-
anna og reist í Vestmannaeyjum, þ. e.
Hraunbúðir, Rauðagerði og Kirkju-
gerði, sem er leikskóli, er Hjálpar-
stofnun kirkjunnar lagði til og stend-
ur í næsta nágrenni við Hraunbúðir.
Allur rekstur heimilanna hefur frá
upphafi verið á vegum Vestmanna-
eyjabæjar.
Hinn 18. janúar 1974 ákváðu
Hjálparstofnun kirkjunnar og Rauði
Krossinn að verja 40 millj. króna af
hinni norsku gjöf „Hándslag til Is-
land“ til sjúkrahússins í Vestmanna-
eyjum. Er ráðstöfunin í formi láns,
sem verður endurgreitt af ríkissjóði
á árunum 1976, 1977 og 1978. Eru
skilmálar þessa láns staðfestir af
heilbrigðis- og tryggingarmálaráðu-
neytinu í bréfi dags. 5. febrúar 1974.
Áður hefur þess verið getið, að
Rauði Krossinn keypti barnaheimili
i Noregi frá Moelven Brug, sem reist
var í Breiðholti í samvinnu við
Reykjavíkurborg, sem lagði til alla
aðstöðu. Var heimilinu gefið heitið
Völvuborg. Það stendur við Völvu-
fell í Breiðbolti og var það tekið til
starfa í nóvember 1974 undir stjórn
Sumargjafar. Það er gert fyrir 40
börn sem dagvistunarheimili auk 12-
16 barna vöggudeildar. Samningar
við Reykjavíkurborg um heimilið
eru ekki endanlega frágengnir, en
gert er ráð fyrir aðgangsrétti fyrir
börn frá Vestmannaeyjum að því.
Hér hefur verið stiklað á stóru um
helztu fj árfestingaráfanga af hálfu
Rauða Krossins í Vestmannaeyjum.
Hjálparstofnun kirkjunnar og Rauði
Krossinn stóðu saman að Hraunbúð-
um f. h. hinna norsku gefenda. Mál-
inu er hvergi nærri lokið af hálfu
Rauða Krossins. Eftir er mikið starf
við endurráðstöfun fjármuna til Vest-
mannaeyja ,þegar eignir í Reykjavík
verða seldar. Rekstur íbúða í Reykja-
vík fyrir aldraða er enn á vegum
V estmannaeyj abæj ar. Vestmannaeyj a-
söfnun Rauða Krossins er nú undir
stjórn sjóðstjórnar fulltrúa Vest-
mannaeyjadeildar Rauða Krossins og
Rauða Kross Islands, sem munu ráð-
gera og bera undir stjórnir sínar
næstu áfanga í þessu máli.
Enginn dómur skal lagður á þær
ákvarðanir og ráðstafanir, sem gerð-
ar voru. Það var mikið lán fyrir
Rauða Krossinn og málið í heild, að
ákvarðanir drógust fram á árið 1974,
eftir að eldgosið hætti og menn fóru
að verða vissir um endurbyggð í
Vestmannaeyjum eftir gosið. Standa
vonir til, að ákvarðanir hafi verið
heilladrjúgar fyrir samfélagið, en
reynzlan ein mun þó skera úr um
það. Það má ekki gleymast, að fé-
lögin störfuðu sem fulltrúar gefenda
innlendra sem erlendra, og ákvarðan-
ir þeirra urðu að hallast að lausn-
um, sem samrýmdust starfsramma
þeirra, enda gengið út frá því, að
hugur gefenda hafi verið, að framlög
þeirra færu í fyrstu hjálp meðan
hennar var þörf og það, sem var af-
gangs, í félagslegar innréttingar.
Frá Rauða Krossi lslands.
Blik
187