Blik - 01.06.1976, Page 190
Akurdraugurinn og forirnar í Eyjum
„Margir voru vættarstaðir í Eyj-
um“, segir Sigfús M. Johnsen í bók
sinni Yfir fold og flæði. - Einn
draugur á Heimaey var hinn svokall-
aði Akurdraugur. Sigfúsi M. Johnsen
og Sigga Fúsa (Sigurði Vigfússyni
tómthúsmanni á Fögruvöllum) ber
saman um það, að þar hafi skapmik-
ill drykkjusvoli gengið aftur, auga-
fullur ólánspési, sem drukknað hafi í
hlandfor austur á Gjábakka, eins og
komizt er að orði í heimildum.
„Nokkrum dögum síðar fannst hann
fljótandi í hlandforinni á Miðhús-
um,“ segir í frásögn Sigga Fúsa.
(Sögur og sagnir úr Vestmannaeyj-
um, bls. 74, 2. útgáfa).
Þessi drukknun Þorsteins drykkju-
svola og skapofsamanns í forinni á
Miðhúsum nálægt ártalinu 1800, hef-
ur vakið mig til íhugunar, af því að
þær minna á vissar staðreyndir,
vissa þætti í sögu byggðarlagsins.
Eftir gosið ber öllum málsmetandi
mönnum, sem skrifuðu um Vest-
mannaeyjakaupstað, saman um, að
bærinn sá hafi veriö einhver hrein-
legasti bær á öllu landinu með hrein-
ar malbikaðar götur, vel hirtar hús-
lóðir og snyrtileg hús.
Vegna skrifa þessara mætu manna
og eigin reynslu og vitundar, þá dirf-
ist ég að minnast á þann óskaplega
sóðaskap, sem líklega um aldir var
ríkjandi í verstöð þessari, þó að á-
vallt fyndust þar og væru myndar-
heimili innan um og saman við og
hreinlæti ríkjandi utan veggja sem
innan.
Oðrum þræði átti einangrunin
sinn þátt í óhreinlætinu, vatnsskort-
urinn og fátæktin, þar sem engan var
auðveldara að kúga fjárhagslega en
hið einangraða fólk.
Þegar hér er komið máli mínu,
leyfi ég mér að birta orðrétta heimild,
sem segir sína sögu og ekki verður
véfengd. Það er bréf hins setta hér-
aðslæknis í Vestmannaeyjum, Magn-
úsar Stephensen, sem gegndi héraðs-
læknisembættinu í Eyjum frá 11. okt-
1863 til 12. febr. 1865, en þá lézt
hann.
Bréf frá Magnúsi Stephensen hér-
aðslækni í Vestmannaeyjum til Jóns
Hjaltalíns landlæknis.
„Vestmannaeyjum, 24. sept. 1864.
Háttvirti herra jústizráð.
Ur þessum asnakjálka ætla ég til
gamans að hripa yður fáeinar línur.
Fréttirnar eru héðan engar, eins
og lög gera ráð fyrir, því að hér er
188
BLIK