Blik - 01.06.1976, Side 191
ekki hugsað um annað en fýl og
lunda, og svo að sóðast áfram eins
og bezt má. — Já, svínaríið hérna,
það tekur í hnúkana, að dónarnir
skulu halda heilsu í þessum kofum
og ódaun, það gengur yfir mig. For-
irnar eru rétt við bæjardyrnar og
fýlan úr þeim leggur svo inn í bæinn,
sem undir er fullur af fýladaun og
allskonar óþverra. En þarna hýrast
þeir í þessum kompum og líður vel,
nema hvað lúsin ónáðar þá. Ef mað-
ur kemur nærri þeim, á maður á
hættu að fá þess konar fénað. Og ég
hefi auðgazt þannig eða réttara sagt
fengið þær í honorar.1
Eg er búinn að biðja sýslumann-
inn að skipa þeim að færa forirnar,
en hvort þeir hlýða því, er nú eftir
að vita, því að engin eru hér lög um
óþverraskap og þess háttar, - því síð-
ur um, að þeir ekki megi búa í hvaða
kompu sem er. Einn býr hér í göml-
um hænsnakofa og þykir veglegt.
Af mér er ekki annað að segja, en
heilsan er hin sama, þó ekki verri, og
mér dauðleiðist innan um þetta, og
svo heimska, indbildska kaupmenn,
sem drekka og ráða hér öllu, því að
allur helmingur bænda er svo skuld-
ugur, að þeir hafa pantsett allt sitt til
þeirra og lifa svo á þeirra náð.
Af því að ég er sendur héraðslækn-
ir, og hér við embættið ekki nokkur
stafur skrifaður, vildi ég biðja yður
að segja mér lauslega, hvaða skýrsl-
ur ég á að senda og hvort indberetn-
ingen2 um heilsu manna á að vera á
dönsku? Forlátið þér nú þetta bull
1 Lækningalaun. 2 Skýrsla.
og sendið mér með ferð þessari fá-
einar línur.
Ég bið kærlega að heilsa frú yðar
og óska yður alls góðs.
Með vinsemd og virðingu
yðar Magnús Stephensen.“
Það er vitað af traustum heimild-
um, að lýsing læknisins á þrifnaði
Eyjafólks í heild er ekki að öllu leyti
réttmæt. í Eyjum voru ávallt nokkur
þrifnaðar- og myndarheimili á öll-
um tímum. Flest tómthúsheimilin
voru vissulega óskaplega bágborin
og svo fátækustu bændaheimilin.
Eldsneytisskorturinn og vatnsleysið
annars vegar og efnahagskúgunin
hins vegar átt mestan þátt í því.
Skorturinn á þessum nauðþurftum
var tilfinnanlegri í Vestmannaeyjum
en annars staðar á landinu.
Hinar opnu forir við heimilin voru
einna hvimleiðastar. Ollu var í þær
dengt. Þar sem rennandi lækir voru
jafnan notaðir til að flytja saur og
þvag, skólp og skít í ýmsum myndum
frá heimilum víðs vegar í byggðum
lanndsins, þá var ekki slíku til að
dreifa í Eyjum.
Dr. Schleisner dvaldist í Eyjum við
ginklofarannsóknir árið 1847. Hann
skrifaði bók um dvöl sína í Eyjum
og reynslu sína af daglegu lífi Eyja-
fólks, húsakynnum og þrifnaði. Þar
er að ýmsu leyti jafn djúpt tekið í
árinni og gert er í bréfi læknisins hér
að framan. Og þetta er kafli úr sögu
byggðarlagsins. Þess vegna er fjallað
um hann hér í ritinu að þessu sinni.
Þ. Þ. V.
BLIK
189