Blik - 01.06.1976, Page 192
Þá mundi ég það
Síðan mér var sögð þessi sanna
saga af honum Lalla léttlynda, munu
vera liðin hartnær 50 ár. En við-
burðurinn er eitthvað töluvert eldri.
Giftur var hann Lalli og átti eitt
barn að minnsta kosti.
Lalli léttlyndi bjó í ónefndu húsi
við Landagötuna í kaupstaðnum og
vann alla rúmhelga daga í Beina-
mjölsverksmiðju Gísla J. Johnsen. -
Lítiö var um bifreiðar í kaupstaön-
um þá, svo að Lalli ferðaðist alltaf á
hjólhestinum sínum til og frá vinnu.
Og hann hjólaði alltaf Vestmanna-
brautina, sem þá hét Breiðholtsveg-
ur. — Og hvers vegna svo alltaf Breið-
holtsveginn? — Jú, gild ástæða var
til þess. Honum var verulega hlýtt
til eins íbúðarhússins þar af sérstök-
um ástæðum. Þegar hann leit þetta
hús auga, t. d. að kvöldi dags eða
að liðnum vinnudegi, fannst honum
viss orka í kroppnum taka kipp,
glæöast, eflast. - Hvaða orka? Já,
það er nú önnur saga. Ef til vill ræð-
urðu gátuna að lokinni þessari frá-
sögn.
Mikil hafði fiskihrotan verið að
undanförnu, svo að unniö var nótt
með degi í beinamj ölsverksmiðj -
unni. Og verkakarlarnir þar voru
orðnir býsna þreyttir og sljóir af öll-
um þessum þrældómi.
Og ekki gekk þetta snurðulaust
fyrir honum Lalla heldur, þó að létt-
lyndur væri. — Hann uppgötvaði í
miðjum klíðum, að hann hafði tap-
að hjólinu sínu. Einhver bönnaður
óþokkinn hafði blátt áfram stolið
því frá honum. Hann varð þess vegna
að ganga á tveim jafnfljótum til
vinnunnar á morgnana og svo heim
á kvöldin eða nóttunni. Þá kom sér
býsna vel að geta skotist einhvers
staðar inn og fengið sér kaffisopa á
hinni löngu leið austur á Landagötu.
Hvað var annars til ráða? Hvern-
ig gat hann fundið hjólhestinn sinn
aftur? Það var fyrirfram vitað, að
vonlaust var og gagnslaust að leita
liðsinnis til þess hjá þessum lög-
regluþjón í kaupstaðnum. Hann
hafði víst öðrum hnöppum að
hneppa.
Svo var haldin kristileg samkoma
í „Gamla Gúttó“ á Mylnuhól með
ræðuhöldum, kaffidrykkju og dansi.
Og þarna var sóknarpresturinn bless-
aður áberandi gestur. Og við kaffi-
drykkjuna bar fundum þeirra sam-
an, Lalla og sóknarprestsins. Em-
bættismaðurinn var svo alúðlegur og
190
BLIK