Blik - 01.06.1976, Side 195
síðan eða þar til í janúar 1973, er
eldgosið í Eyjum raskaði hans lífs-
háttum sem svo margra annarra. Þau
Jóhannes og Kristín komu sér upp
ágætu heimili, sem var rómað fyrir
reglusemi og myndarskap, enda sam-
hent og lögðu fram krafta sína til
þess. Þeim varð átta barna auðið, en
tveir elztu synir þeirra, fæddir á Snæ-
fellsnesi, létuzt kornungir.
Hjónaband þeirra Jóhannesar og
Kristínar varð ekki langt, því að
árið 1936 andaðist hún eítir erfiða
sjúkdómslegu. Missir hinnar ágætu
konu varð Jóhannesi að vonim þung-
ur í skauti, ekki sízt þar sem skap-
gerð hans var bæði viðkvæm og dul.
Samt tókst honum að halda sínu
karlmannlega jafnvægi og byggði
heimilið upp að nýju með aðstoð
seinni konu sinnar, Mörtu Pétursdótt-
ur frá Stóru-Hildisey í Austur-Land-
eyjum. Þau giftu sig árið 1946, og
eignuðust tvö börn, sem nú eru upp-
komin.
Skömmu eftir komu sína til Vest-
mannaeyja fór Jóhannes að stunda
íþróttir og keppa á íþróttamótum fyr-
ir íþróttafélagið Tý. Var meðal ann-
ars í hópi 5 vaskra Eyjaskeggja, er
tóku þátt í íslandsmóti Í.S.Í. 17.-22.
júní 1926, er Melavöllurinn í Rvík
var opnaður til notkunar. Ferðalag
þeirra félaga til Reykjavíkur þótti
með nokkrum sérstökum hætti og var
eftirfarandi skrifað í Morgunblaðið
16. júní 1926:
„I bifreið frá Vestmannaeyjum.
Á allsherjarmót I.S.I, sem hefst
17. júní, komu 5 íþróttamenn frá
Jóhannes J. Albertsson.
Vestmannaeyjum á mánudagskvöld-
ið, og komu þeir í bíl alla leið. Það
þykir nú líklega heldur ótrúlegt, en
sagan er á þessa leið: Þeir létu bíl-
inn í bátinn, sem flutti þá frá Eyjum
til Stokkseyrar, og sátu þeir í bílnum
alla leið til Stokkseyrar. Og nærri
má geta, að þeir hafi í honum setið
frá Stokkseyri og hingað. Þeir komu
því í bílnum alla leið.“
I hópnum voru frábærir íþrótta-
menn á þeim tíma, t. d. Páll Scheving
og Sigurður Ingvarsson, bróðir
Steins Ingvarssonar í Múla, en Sig-
urður var lögreglumaður í Eyjum
um þessar mundir, flutti síðar til
Reykjavíkur og gerðist lögreglumað-
ur þar. Starfaði hann síðustu árin
hjá rannsóknarlögreglunni í Reykja-
vík en er nú látinn fyrir um það bil
BLIK 13
193