Blik - 01.06.1976, Síða 197
Komið úr súluferð í Eldey árið 1939. Farkosturinn var v/b Muggur, eign Helga útgerðar-
manns Benediktssonar. — Frá vinstri: Björgvin Jónsson frá Garðstöðum, Ingibergur Gísla-
son á Sandfelli (nr. 36 við Vestmannabraut), Guðjón Jónsson frá Sandfelli, sem var farar-
stjóri, Stefán Björnsson frá Skuld, formaður á bátnum, Guðmundur Jónsson, Málmey
(nr. 32 við Hásteinsveg), Jónas Sigurðsson frá Skuld (nr. 40 við Vestmannabraut). Hann
stjórnaði göngunni á eyna, var fyrirliði bjarggöngumannanna. Benóný Friðriksson frá
Gröf (Binni í Gröf), Þórður Olafsson verkamanns Oddssonar við Hvítingaveg, Óskar
Valdason jrá Sandgerði, Pálmi Ingimundarson í Götu (nr. 6), Þórarinn Magnússon,
Gjábakka (Tolli), Ásbjörn Þórðarson (frá Neðra-Dal í Mýrdal), Kristinn Friðriksson frá
Látrum (nr. 44 við Vestmannabraut), Þorkell Þórðarson í Sandprýði, Valdimar Arnason,
Vallarnesi, frá Borgum í Norðfirði.
Jóhanna Maggý, húsmóðir, f. 28.
maí 1931. Maki: Arnþór Ingólfsson
frá Hauksstöðum, Vopnafirði. Er
hann aðalvarðstjóri í lögregluliði
Reykjavíkur, en þau eru búsett í
Kópavogi.
Ragnar Sigurjón, sjómaður, f. 30.
júní 1932. Maki: Hólmfríður Sig-
urðardóttri frá Þrúðvangi, Vest-
mannaeyjum, og eru þau búsett í Eyj-
um.
Börn Jóhannesar af seinna hjóna-
bandi eru:
Sævar Þorbjörn, rannsóknarlög-
reglumaður, f. 8. maí 1938. Maki:
Emma T. Hansen frá Nesi í Austur-
ey, Færeyjum. Eru þau búsett í
Reykjavík.
Soffía Lillý, húsmóðir, f. 20. júní
1940. Maki: Lúðvík Sigurðsson, iðn-
verkamaður frá Sunnuhvoli, Djúpa-
vogi, en þau eru búsett í St. Marys,
New South Wales, Astralíu.
Barnabörn Jóhannesar urðu 33
(þar af eitt, er lézt mjög ungt) og
barnabarnabörn 13 talsins.
blik
195