Blik - 01.06.1976, Side 198
Dyrhólaey
Einhverju sinni heyrði ég því
fleygt, að hver sá, sem sæi sæmilega
skýrt „dyrnar“ á Dyrhólaey af aust-
anverðri Heimaey í björtu veðri,
teldist sjá vel frá sér.
Talið er, að frá lokum Isaldar hafi
Dyrhólaey verið syðsti tangi lands-
ins þar til árið 1918, er Katla bar
fram svo mikið af jarðefnum, að sér-
stakur tangi myndaðist suður af
Hjörleifshöfða. Sá tangi var kallaður
Kötlutangi í mæltu máli í landinu
með almenningi, en Mýrdælingar
munu hafa kallað hann Höfðatanga
vegna afstöðu hans til Hjörleifs-
höfða.
Fyrsta áratuginn eftir Kötluhlaup-
ið mikla 1918 var Kötlutangi talinn
syðsti tangi landsins. En svo tók
Ægir að sverfa utan af honum jafnt
og þétt. Og nú er Dyrhólaey sögð
hafa tekið aftur við hinu virðulega
hlutverki sínu að vera syðsti tangi
landsins, eins og hún er sögð hafa
verið frá örófi alda eða síðan Island
varð til, svo að ekki sé of djúpt í ár-
inni tekið. Þannig varð sigurinn
hennar að lokum, eins og hins vilja-
sterka og óhaggandi einstaklings, sem
sýnir í hvívetna skapfestu og hug-
rekki. Fasta og trausta jarðbergið
eins og sálarberg einstaklingsins bil-
ar aldrei, og ekki, þó að rigni eldi
og brennisteini og öldur ægis hins
mannlega lífs urgi og surgi, skafi og
meitli.
Dyrhólaey er 120 metra há, þar
sem hún er hæst. Lengd hennar frá
austri til vesturs er sem næst 2000
metrar. Breiddin frá norðri til suð-
urs er sem næst 1300 metrar, en af
þeirri vegalengd er mjór bergtangi
um 400 metrar á lengd. Hann gengur
til suðurs. Hæð hans er 95 metrar.
Hliðar hans eru lóðréttir bergveggir
frá hafi að brún. I þeim bergvegg er
„dyragáttin“, sem bergtangi þessi
dregur nafn af. Sjór fellur um ,.gátt-
ina“ og er þar fært litlum báti.
A flestum sjókortum erlendum a.
m. k. er Dyrhólaey nefnd „Portland“
sökum dyranna (Portsins).
Ur hafinu suður af Dyrhólaey rísa
sker og drangar. Hæstur er Háidrang-
ur, sem er 56 metra hár; þá Lunda-
drangur, sem er 54 metrar; síðan
Mávadrangur, sem er 35 metra hár,
og Kambur, sem er 43 metra hár.
Að ofan er Dyrhólaey allmikið
gróin, og þar er sums staðar allmikill
moldar j arðvegur.
„Hvergi hefi ég séð basalt svo
196
BLIK