Blik - 01.06.1976, Síða 202
Háöldruð heiðurshjón
Við, sem dvöldumst um árabil í
Vestmannaeyjakaupstað á sjötta og
sjöunda áratugnum, kynntumst vel
Einari Sigurfinnssyni, fyrrv. bónda í
Skaftafellssýslu og Arnessýslu. Hann
var um skeið starfsmaður landsím-
ans í kaupstaðnum og hvarvetna að
góðu kunnur. Eg birti æviágrip hans
í Bliki 1967 sökum þess, hve gagn-
merk ævi hans er, þó að hann hafi
ekki verið annað en það, sem við
nefnum óbreyttan bóndamann og
þjóðfélagsliða.
Nokkrar greinar hefur Blik birt
eftir Einar Sigurfinnsson á liðnum
árum. Allar eru þær á einn veg og
bera manninum gott vitni um göfug-
mennsku og heilbrigða hugsun hins
lífsreynda manns.
Nú er þessi vinur ársritsins okkar
kominn á tíræðisaldurinn. Hann fyllti
níunda tuginn 14. sept. 1974. Og frú
Ragnhildur Guðmundsdóttir kona
hans áttræð. Þau hafa verið í far-
sælu hjónabondi í 48 ár, þegar þetta
er skrifað. Þau búa í Hveragerði.
Bliki hafa borizt nokkur orð frá
Einari Sigurfinnssyni. Hann segir
þar frá ferð þeirra hjóna austur á
Höfn í Hornarfirði eftir að hringveg-
urinn var lagður. Einar átti heima í
Skaftafellssýslu hinni vestari nálega 5
áratugi, en stórvötnin hindruðu ferð-
ir hans til austursýslunnar, þar sem
hann átti þangað aldrei brýn erindi.
Nú reyndist það leikur einn níræðum
öldungi að ferðast alla leiðina aust-
ur í Hornafjörð. Samhugur og sam-
hjálp þjóðarheildarinnar olli því, að
svo vel gat til tekizt með þessum há-
öldruðu hj ónum, fyrst heilsa og kraft-
ar leyfðu svo langt ferðalag. Með
hjálp Guðmundar einkasonar þeirra
og tengdadóttur tókst ferðin giftu-
samlega, en yngri hjónin ferðuðust
með þeim og voru þeim hægri hönd-
in og hallkvæm í alla staði. Vissu-
lega er það mikil gæfa, þegar svo vel
tekst til um samhug, samhjálp og
samlíf í hinni mannlegu veröld.
Nokkrar vísur hefur Einar Sigur-
finnsson sent Bliki í tilefni hins háa
aldurs þeirra hjóna. Þær eru heil-
brigðar að hugsun, eins og vænta
mátti, og hafa vissan boðskap að
flytja okkur öllum, eldri sem yngri.
Þess vegna verða þær birtar hér í
ritinu. Hver sá, sem ber gæfu til að
hugsa þannig til maka síns eftir nær
hálfrar aldar hjónaband, hefur vissu-
lega ekki farið varhluta af gæfu lífs-
ins.
200
BLIK
é