Blik - 01.06.1976, Qupperneq 212
á Gjábakka, Ingimundar breppstjóra
og frú Margrétar húsfreyju, og þá
leið ekki á löngu, þar til sonurinn
gerði henni barn, enda voru þau
harðtrúlofuð. Hinn 6. ágúst 1886
fæddi Sigurbjörg sveinbarn, sem
skírt var Sigurjón. Hann varð brátt
augasteinn afa síns og ömmu á Gjá-
bakka. Þá var Kristján Ingimundar-
son sem sé orðinn pabbi, nítján ára
að aldri. Unnustan var sex árum
eldri, eins og ég gat um.
Sigurjón Kristjánsson var kunnur
verzlunarmaður í Eyjum á sínum
tíma, en er látinn fyrir mörgum ár-
um.
Og nokkur ár liðu, og kærustupör-
in á Gjábakka nutu lífsins í foreldra-
húsum hans. Kristján Ingimundar-
son stundaði sjóinn með föður sín-
um á vetrar- og sumarvertíðum og
svo fuglaveiðar í úteyjum. Hann
reyndist snemma ævinnar mikill at-
orkupiltur, gætinn, verkhygginn og
traustur í hvívetna.
Og svo dró að því, að elskendur
þessir hugsuðu til stofnunar sjálf-
stæðs heimilis eins og gengur. Það
hafði dregizt á langinn sökum hins
mikla skorts á íbúðarhúsnæði í kaup-
túninu eða verstöðinni. Til þessa
höfðu þau ekki haft efni á að byggja
sér einhverja húsmynd eða tómthús-
kofa.
Arið 1892 fengu þau loks inni í
einum „hjallinum" þarna í námunda
við Voginn eða höfnina sunnanverða.
Hjallurinn stóð sunnan við Strand-
veginn, götutroðningana fram með
ströndinni sunnanverðri, þar sem
tómthús þurrabúðarmannanna í ver-
stöðinni stóðu í hnapp eða hvert
þeirra í námunda við annað, og svo
eilitlu krærnar, fiskhúsin, þar „inn-
anum og samanvið“. Þessi hjallur
hafði staðið þarna um það bil 60 ár
og oftast verið notaður til íbúðar,
þ. e. a. s., íbúðarkytran var undir
þakinu, uppi á loftinu, en niðri voru
rimlaveggir. Þar var hertur matfisk-
ur og þurrkaður hákarl, og svo
geymd handfæri og önnur tæki, sem
notuð voru við bjargræðið. Þetta hús
var kallað „Helgahjallur“ og bar
nafn af manninum sem byggði það
árið 1834. Þarna undir súðinni hafði
hver fjölskyldan af annarri orðið að
hýrast í fátækt sinni og umkomuleysi
undanfarna sex áratugi við fæðuöfl-
un í verstöðinni og hin frumstæð-
ustu lífskjör.
☆ -K ☆
Og nú verð ég að biðja þig, lesari
minn góður, að leyfa mér dálítinn út-
úrdúr í frásögn minni.
Piltur úr „Hlíðinni" Helgi Jónsson
að nafni, og stúlka úr Hvolshreppi,
Ragnhildur Jónsdóttir að nafni, rugl-
uðu saman reytum sínum í ást og
innileik og afréðu að flytja til Vest-
mannaeyja, þar sem hann gæti fleytt
þeim fram á sjávarfangi, þar sem
þau voru umkomulítil og eignalaus.
Þetta var árið 1832 eða þar um
bil. Þegar til Eyja kom, fengu þau
inni í tómthúsi, þar sem hún Gunna
gamla Einars hafði búið á undan-
förnum árum við góðan orðstír, og
hét þetta tómthús Gommorra (þannig
210
BLIK