Blik - 01.06.1976, Page 213
skrifað í merkum heimildum). ÁSur
en Gunna flutti í það, hafði kofi þessi
verið þekkt gjálífishús í verstöðinni
og þess vegna hlotið þetta nafn eftir
gömlu spilltu borginni þarna ein-
hversstaöar fyrir botni Miðjarðar-
hafsins. Aumara yrði mannlífið, ef
engir fyndnir gárungar leyndust þar
innan um og saman við!
Eftir fjögurra ára dvöl í Eyjum,
höfðu þessi ungu hjón af SuÖur-
landsundirlendinu byggt sér eigið
hús af hjallagerð. Grindin var gjörð
úr sæmilega gildum trjám. Hliöar-
veggir hlaðnir úr grjóti en gaflar
gjörðir úr borðrenglum, þar sem
vindur blés inn og um matvælin, sem
þurrkast skyldu þar. Á hjallinum var
tiltölulega hátt ris. Og þar var gólf á
sæmilega styrktum bitum. Þarna var
gjörð íbúð og gengið upp í hana um
pallstiga, sem lá niður í þurrkrýmið
á „neðri hæð“. Stundum voru allar
hliðar hjalls gjörðar úr rimlum.
Mörg hjallanöfn eru kunn úr sögu
Vestmannaeyja, svo sem Ömpuhjall-
ur, Dalahjallur, Þorkelshjallur,
Björnshjallur, Hólmfríðarhjallur og
Sæmundarhj allur.
Hjallurinn hlaut venjulega nafn af
manni þeim, sem byggði hann og
notaði fyrst, og hélt hjallurinn því
nafni, meðan hann var við lýði, þó
að eigendaskiptin ættu sér títt stað.
(Teikning af hjalli er birt í Bliki
árið 1969, bls. 357).
Árið 1836 höfðu hjónin sem sé
lokið við að byggja sér íbúðarhúsið,
sem þau kölluðu Helgahús. En af því
að það var byggt með sama sniði og
aðrir „hjallar“, þá hlaut það brátt
nafnið Helgahjallur. Og þannig er
blik
211