Blik - 01.06.1976, Qupperneq 214
það skráð í opinberum heimildum
næstu 60 árin eða þar um bil.
Þegar ungu hjónin, Helgi og Ragn-
hildur, höfðu búið í Helgahjalli sex
ár, fengu þau byggingu fyrir annarri
Búastaðajörðinni. Þá seldu þau
„hjallinn“ sinn. Það var árið 1840.
Síðan gekk hann kaupum og sölum
næstu áratugina.
☆ M ☆
Arið 1892 festi Kristján Ingimund-
arson á Gjábakka kaup á Helgahjalli.
Þar vildi hann stofna til sjálfstæðs
heimilis með unnustu sinni.
Þegar hjónaefnin höfðu þangað
flutt, tóku þau að undirbúa brúðkaup
sitt. Vildu ekki búa lengur í „hneyksl-
anlegri sambúð“! — Brúðkaupsvígsl-
an fór svo fram í Landakirkju 14.
okt. um haustið, eins og ég gat um.
Að henni lokinni var myndin tekin
sunnan við kirkjuna.
Brúðurin er klædd hátíðlegum, ís-
lenzkum þjóðbúningi. Þetta eru brúð-
kaupsklæði frú Ragnhildar Þórarins-
dóttur, verzlunarstjórafrúar í Julius-
háb, fyrrverandi húsmóður brúðar-
innar. Frúin saumaði sjálfri sér þenn-
an klæðnað, þegar hún giftist Gísla
verzlunarstjóra Engilbertssyni árið
1868. Nú hafði hún lánað hann fyrr-
verandi vinnukonu sinni. Og hún var
vissulega ekki sú einasta fyrir utan
eigandann, sem gift var í búningi
þessum. Mörg brúðarefnin í Eyjum
fengu hann lánaðan bæði fyrr og síð-
ar. (Búningur þessi er nú í eigu
Byggðarsafns Vestmannaeyja. Sjá nr.
952 í Minjaskrá Byggðarsafnsins).
Kristján Ingimundarson varð með
árunum sjósóknari mikill og hin
mesta aflakló. Honum græddist brátt
nokkurt fé sökum aflasældar og fjár-
hyggju, sem var honum meðfædd. -
Ungu hjónin í Helgahjalli þóttust
því brátt hafa efni á því að rífa
Helgahjall og byggja sér gott íbúðar-
hús á lóðinni.
Þessi hugsjón þeirra varð að veru-
leika árið 1894. Þá byggðu þau sér
lítið og snoturt ibúðarhús og kölluðu
það Klöpp. Undir því var kjallari að
hálfu leyti í jörðu, hlaðinn úr grjóti
og sementi slett milli steinanna, eins
og tíðkaðist þá svo víða með okkar
þjóð.
☆ -K ☆
Þegar hér er komið sögu þessara
hjóna, er Kristján 27 ára að aldri,
frú Sigurbjörg 33 ára og Sigurjón
sonur þeirra 8 ára gamall.
Árið 1899 fæddist þeim hjónum
dóttir, sem var brátt vatni ausin og
skírð Guðfinna. Hún varð á sínum
tíma kunn heimasæta í Klöpp. Þegar
hún náði þroskaaldri, giftist hún Ge-
org Gíslasyni, síðar kaupmanni í
Eyjum, syni hjónanna í Stakkagerði,
Gísla gullsmiðs og frú Jóhönnu Árna-
dóttur. Synir þeirra eru kunnir Vest-
mannaeyingar, Kristján skrifstofu-
maður í Vestmannaeyjum og Theo-
dór héraðsdómslögmaður í Reykja-
vík.
Eina stúlku ólu þau upp, hjónin í
Klöpp. Hún heitir Sigríður Sigurðar-
dóttir, og er bróðurdóttir frú Sigur-
212
BLIK