Blik - 01.06.1976, Page 215
IbúSarhúsið Klöpp.
bjargar húsfreyju. Hún er fædd 1898
og er enn á lífi.
A unglingsárum tók Kristján Ingi-
mundarson að stunda sjóinn. Þá
byrjaði hann, eins og svo margir
jafnaldrar hans þá í Eyjum, að
stunda færið sitt að sumrinu á litla
sumarbátnum hans pabba síns, jul-
inu, eins og þær smáu fleytur voru
oftast nefndar, fjórrónar, og stundum
með tveim aukaræðum við skutinn
eða fyrir aftan austurrúmið. Og svo
hóf hann þátttöku sína í vetrarver-
tíðinni, og var hann þá fyrst hálf-
drættingur á vertíðarskipi föður síns,
Ingimundar bónda.
Fyrir tekt var Kristján á Gjábakka
farinn að bera við að veiða lunda
með háf. Hann var aðeins átta ára,
þegar fyrsti lundaháfurinn fluttist til
Eyja frá Færeyjum. Áður var þetta
áhald óþekkt í Yestmannaeyjum. Og
strákarnir hrifust og tóku brátt að
smíða sköft ,tegla spækjur og riða
net í lundaháf. Veðihugurinn gagn-
tók sál og sinni. Ekkert annað komst
að. — Og svo var hafizt handa, þegar
lundatíminn gekk í garð.
Og síðan stundaði Kristján Ingi-
mundarson lundaveiðar með háfinn
sinn hvert sumar fram á níræðisald-
urinn. Og það er mér óblandin
ánægja að vita háfinn hans svarta og
veiðisæla geymdan á Byggðasafni
Vestmannaeyja til sýnis gestum og
gangandi.
Árið 1895 gerðist váglegur atburð-
ur í Vestmannaeyjum, sem lengi var
minnzt í byggðarlaginu. Og ver hefði
farið, ef Kristján Ingimundarson í
Klöpp og hásetar hans hefðu ekki
sýnt og sannað hetjulund sína og
snarræði, þegar hættan steðjaði að
og um líf og dauða var að tefla.
Aðfaranótt 9. janúar var sexær-
ingnum Hannibal ýtt úr vör við
Nausthamar í Eyjum og róið til fiskj-
ar með handfærin vestur fyrir Eyjar.
BLIK
213