Studia Islandica - 01.06.1981, Page 13
I.
UM VIÐFANGSEFNIÐ
Ritgerð þessi er samin í tvenns konar tilgangi: annars
vegar að benda á ýmiss konar efni og hugmyndir sem höf-
undur Hrafnkels sögu virðist hafa þegið úr latneskum rit-
um, og á hinn bóginn að vekja athygli á nokkrum veilum
í hefðbundnum skoðunum á eðli og uppruna Islendinga-
sagna. Sum atriði ritgerðarinnar eiga upptök sín í bók
minni SiSfræ'Öi Hrafnkels sögu (Reykjavík 1966), sem
rituð var í því skyni að kanna hugmyndaheim sögunnar,
en síðan hún birtist hefur mér orðið ljósara hverjar fyrir-
myndir hennar voru. Þótt bók þeirri hafi verið kuldalega
tekið af flestum fræðimönnum, hef ég ekki séð neina gagn-
rýni á henni sem breytt gæti hugmyndum mínum um
grundvallaratriði í rannsóknaraðferðum, heldur virðist bil-
ið milli mín og annarra fræðimanna hafa breikkað fremur
en mjókkað um undanfarinn hálfan annan áratug. Þykir
mér því ekki að ófyrirsynju, þótt ég hefji þetta spjall með
stuttum inngangi um deilumálið.
Þegar ég var við háskólanám fjTÍr hartnær fjórum ára-
tugum, mátti flokka fræðimenn í tvo hópa eftir kenning-
tim þeirra um uppruna sagnanna, og voru þeir yfirleitt
kallaðir sagnfestumenn og bókfestumenn. Fjrrri hópurinn
lagði mikla áherzlu á hlut traustra munnmæla í sköpun
sagnanna en formælendur hins síðara á hlut einstakra
höfunda. Hér er engin ástæða til að rekja ágreining þess-
ara góðu fræðimanna, enda hefur slíkt verið gert rækilega
og oftar en um sinn.1 Hitt skiptir ritgerð þessa meira máli
1 Sjá t. a. m. Theodore M. Andersson, The Problem of Icelandic
Saga Origins (New Haven and London 1964); og Else Mundal,
Sagadebatt (Oslo 1977).