Studia Islandica - 01.06.1981, Page 19

Studia Islandica - 01.06.1981, Page 19
17 rit sem til voru á móðurmálinu um daga söguhöfundar og enn eru varðveitt í handritum.7 Slíkt verður þó ekki ráðið af ritgerð hans. Hér skal ekki rætt mn skyldleika Hrafn- kels sögu við Alexanders sögu, Gyðinga sögu og Stjórn,8 en væntanlega mun hlutur útlendra áhrifa á söguna ekki rýma við þessa grein. Ástæðan fyrir fullyrðingu Nordals virðist einfaldlega vera oftrú hans á háþroska norrænnar menningar áður en hún spilltist af kristnum sið og latn- eskum lærdómi. Þótt Nordal hafni þeirri skýringu, að sögu- höfundur styðjist við arfsagnir um atburði, er hann í litl- um vafa um að spakmæli sögunnar séu gamall norrænn arfur: „Orðskviðir eru hlutfallslega margir í sögunni, og er þess stundum getið, að þeir séu teknir af alþýðu vör- um: þat er fom orðskviðr, minnisk nú margr á foman orðskvið, satt er flest þat, er fornkveðit er.“ En hann mun ekki hafa áttað sig á, að orðið „fom“ í slíkum samböndxun getur engu síður átt við fornöld Grikkja, Gyðinga og Róm- verja en við norræna fortíð, og nær því engri átt að draga þá ályktun af orðalaginu að söguhöfundur hafi þegið spak- mælin af vörum alþýðu fremur en úr bókum, enda em þau einmitt eitt af mörgum atriðum Hrafnkels sögu sem bera vitni um lærðan höfund. Nú er augljóst að náið sam- band er á milli orðskviða sögunnar og þess hugtakaforða sem lýst var lauslega hér að framan, og skiptir því miklu fyrir skilning okkar á uppmna sögunnar og fyrirmyndmn hvort þeir em komnir af alþýðu vörum, eins og Nordal 7 f nýlegri ritgerð um söguna (Saga Islands III (Reykjavik 1978), 306) endurtekur Jónas Kristjánsson staðhæfingu Sigurðar Nordals athugasemdarlaust, enda virðist hann hallast að þeirri skoðun að söguhöfundur hafi ekki orðið fyrir útlendum áhrifum. Hins vegar lætur Jónas í veðri vaka, að þetta bendi „til þess að höfundur Hrafnkelssögu kirnni að hafa stuðzt við einhverjar munnmæla- sagnir.“ 8 Um sameiginleg atriði og skyldleika með þessum ritum og Hrafn- kels sögu hef ég rætt annars staðar: Hrafnkels saga og FreysgyÖl- ingar (Reykjavík 1962), SiSfrœSi Hrafnkels sögu, og „Hrafnkels saga og Stjórn", Sjötíu ritgerSir helgaSar Jakobi Benediktssyni 20. júli 1977 (Reykjavík 1977), 335-43. 2 L
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.