Studia Islandica - 01.06.1981, Blaðsíða 24
22
Til samanburðar við spakmælið „Skgmm er óhófs ævi“
má minna á tvo staði í Jobsbók. Á öðrum segir, að illur
maður sé metnaðarfullur alla sína daga og óvíst sé, hve
mörg ár harðstjóm hans endist:
Cunctis diebus suis impius superbit,
et numerus annorum incertus est tyrannidis ejus. (xv 20)
Og síðar er svo að orði komizt, að allt frá upphafi, síð-
an maður var settur á jörðina, hafi lof illra manna verið
skammætt:
Hoc scio a principio,
ex quo positus est homo super terram,
quod laus impiorum brevis sit . . . (xx 4-5)
Þótt höfundur Hrafnkels sögu vitni einungis i fyrsta
hlutann af versi Martialis, þá er freistandi að gera því
skóna, að hann hafi haft það allt í huga, þegar hann samdi
verk sitt; að minnsta kosti kemur það býsna vel heim við
aðra þætti hennar, þar sem menn era varaðir við að verða
ekki of hrifnir af því sem þeir elska:
Immodicis brevis est ætas, et rara senectus.
Quicquid ames, cupias non placuisse nimis.
(.Epigr. VI 29, 7-8).9
„Skömm er óhófs ævi og bíður sjaldan elh. Á hverju sem
þú hefur elsku skaltu ekki fýsast til að gera þér það hug-
leikið rnn of.“ Það má heita sennilegt, að söguhöfundur
hafi getað sótt hugmyndina tnn óhóf sem leiðir til skamm-
lífis í orðskviðinn sem hann notar einmitt í því skyrd, en
afleiðingar af ofurást á einhverjum hlut eru einnig mikil-
vægur þáttur í sögunni. Óhófi Hrafnkels og ójafnaði er
lýst í öðrum kafla sögunnar: „ójafnaðarmaðr mikill . . .
þrongði undir sik JpkulsdalsmQnnum til þingmanna . . .
stríðr ok stirðlyndr við jQkulsdalsmenn ok fengu af honum
9 Martial, Epigrams. With an English Translation by Walter C. A.
Ker (London 1979; 1. útg. 1919), 374.