Studia Islandica - 01.06.1981, Page 25
23
0ngvan jafnað . . . stóð mjQk í einvígjum og bœtti ongvan
mann fé, því at enginn fekk af honum neinar bœtr, hvat
sem hann gerði.“ En í öðrum og þriðja kafla segir hvernig
ást hans er varið: „Hrafnkell elskaði eigi annat goð meir
en Frey, ok honum gaf hann alla beztu gripi sína hálfa
við sik . . . Hrafnkell átti þann einn grip í eigu sinni, er
honum þótti betri en annarr; þat var hestr, bleikálóttr at
lit, er hann kallaði Freyfaxa. Hann gaf Frey vin sínum
þenna hest hálfan. Á þessum hesti hafði hann svá mikla
elsku, at hann strengði þess heit at þeim manni skyldi
hann at bana verða, er þeim hesti riði án hans vilja.“ Af
ást hans á hestinum og heitstrengingu, sem hvorutveggja
bera vitni inn óhóf hans, hlýzt síðar dauði Einars og nið-
urlæging Hrafnkels, og eru þær því mikilvæg atriði i
byggingu sögunnar og orsakasamhengi. Að sjálfsögðu vara
bæði klassísk og kristin rit við ást á illum hlutum, en þó
ætla ég að orðalagi Hrafnkels sögu svipi einna mest til
Hugsvinnsmála (109) af þeim ritum sem mér eru kunn:
Á engum hlut
skal þér elska vera,
þeim er hugdyggvir hata.l°
En þetta er mjög lausleg þýðing á setningu í Disticha
Catonis (IV 1): „Despice divitias, si vis animo esse
beatus".11 (Forsmáðu auð ef þú vilt hugsæll vera). Má
til sanns vegar færa að hugdyggvir menn hafi hatað Frey-
faxa, a.m.k. eftir að margt illt hafði af honum hlotizt. En
hvaðan sem höfundur Hrafnkels sögu fékk hugmyndina
að láta ást Hrafnkels á Freyfaxa valda svo miklu bölvi,
má gera ráð fyrir því, hér sé um að ræða eitt af mörgmn
atriðum sögunnar sem komin eru úr suðrænmn ritum.
10 Nýjustu útgéfuna af kvæðinu annaðist Birgitta Tuvestrand, Hug-
svinnsmál. Kritisk text (Lund 1977).
11 Útgáfan sem ég hef notað af Cato (Collectio distichorum vulgaris
og Collectio monostichorum) er í Minor Latin Poets. With Intro-
ductions and English Translations by J. Wright Duff and Amold
M. Duff (London 1934).