Studia Islandica - 01.06.1981, Blaðsíða 26
24
Nú er Freyfaxi ekki einn um að njóta ástar Hrafnkels, en
goðinu Frey hafnar höfðinginn af frjálsum vilja. Hér má
minna á heilræði í Disticha (16):
Quæ nocitura tenes, quamvis sint cara, relinque:
utilitas opibus praeponi tempore debet.
„Hverfðu frá því sem þú veizt meinsamt vera, þótt þér
hugfólgið sé: nytsemd á að taka fram yfir auðævi eftir því
sem tímar krefjast.“ Hér eins og víðar er orðalag Hug-
svinnsmála næsta frjálslegt:
Ef þú eyri átt,
þann þér ekki stoðar,
eða þú hlýtur ógagn af,
gef þú hann burt,
þótt þér góðr þykki;
mart er fríðara en fé.
Hrafnkell losnar þó undan oki ástarinnar. Hesturinn
Freyfaxi er tekinn af lífi, og þegar Hxafnkell fréttir um
afdrif hestsins, „þá sagði hann þat til, at hann kvað þat
hégóma at trúa á goð ok sagðisk þaðan af aldri skyldu á
þau trúa, ok þat efndi hann síðan, at hann blótaði aldri.“
Viðbrögð Hrafnkels minna á Namaam í Annarri Kon-
ungabók (v 17): „ ... því at ek heit upp á trú mína, at aldrei
síðan skal ek fórnfœra annarligum goðum.“ (Stjórn, 617).
Samsvarandi málsgrein í Vúlgötu hljóðar svo: „ . . . non
enim faciet ultra servus tuus holocaustum aut victimam
diis alienis . . . “
Ójafnaður Hrafnkels, eins og honum er lýst framan af
sögu, á sér ýmsar hliðstæður í öðrum frásögnum, en þó
er ferill hans í heild einstæður í fornbókmenntum vorum,
og hvergi annars staðar fara ást og ójafnaður saman eins
og á sér stað í Hrafnkels sögu. Það virðist vera furðu al-
menn regla í sögunum, að ójafnaðarmenn falli fyrir vopn-