Studia Islandica - 01.06.1981, Side 27
25
um, og yfirleitt sannast því ummæli Haralds jarls í Orkn-
eyinga sögu (106. kap.): „En ójafnaðarmQnnum ferr svá
flestum, at þeir látask í hemaðinum, ef þeir taka sik eigi
sjálfir frá.“ Hrafnkell er ekki einungis frábmgðinn mörg-
um öðrmn ójafnaðarmönnum að því leyti, að hann verður
sóttdauður, heldur býður hann rausnarlegar bætur fyrir
tiltekinn glæp, þar sem aðrir ójafnaðarmenn bregðast illa
við bón um bætur. Nú er auðvelt að sýna sérstöðu Hrafn-
kels með því að bera hann saman við aðra ójafnaðarmenn,
sem standa í manndrápum, neita að bæta fyrir vígin og
lenda í þeim ósköpum að vega saklausan mann, og hefur
það víg alvarlegar afleiðingar. Hér eins og víðar er hæg-
ast að benda á sameiginleg og sundurleit atriði með því
að draga fram sögumynztur og telja upp tiltekna þætti í
ferli ójafnaðarmanna.
Öjafnaðarmaður og höfðingi (a) stendur í vígaferlum
(b) og bætir þó engan fé (c). Eftir að hann hefur drepið
saklausan mann (d), leitar faðir (e) eða sonur (e2) hins
vegna bóta, en ójafnaðarmaður svarar með skætingi og
býður svívirðilegar bætur (f). Sá sem þolað hefur frænda-
missi og móðgun hefnist síðan, þótt hann sé aldraður ella
þá mjög ungur, og drepur hann (g).
Einstakir liðir skiptast svo með fimm sögum:
Sögur Öjafnaðar- menn a b c d e e2 f g
HeiSarv. s. Styr X X X X X X X
Fóstbr. s. Jöður X X X X X X X
HávarSar s. Þorbjöm X X X X X X X
Króka-Refs s. Þorbjörn X X X X X X X
Hrafnk. s. Hrafnkell X X X X X
Um skyldleika þessara sagna verður ekki rætt á þessum
vettvangi, þótt rétt sé að geta þess, að Hrafnkels saga muni
hafa haft bein áhrif á Hávarðar sögu, og Króka-Refs saga