Studia Islandica - 01.06.1981, Síða 33
31
Afli deila
þú skalt aldregi
þér við meiri menn. (7)
Hér má skjóta því að til áminningar, að Kveldúlfur í
Eglu (15) bergmálar þessa hugmynd, þegar hann gefur
Þórólfi ráð: „ . . . varask þú þat, at eigi ætlir þú hóf fyrir þér
eða keppisk við þér meiri menn; en eigi muntu fyrir vægja
at heldr.“ Og eftir að til átaka kemur með Þórólfi og Har-
aldi hárfagra, vikur Kveldúlfur aftur að þessu: „Hefir þú
nú þat ráð upp tekit, er ek varaða þik mest við, er þú etr
kappi við Harald konung.“ (49) Einsætt er, að höfundur
Eglu beitir orðalagi Hugsvinnsmála, en á hinn bóginn má
einnig telja sennilegt, að slíkar viðvaranir hafi vakað fyrir
höfundi Hrafnkels sögu, þótt hann hirði ekki að herma
orð hins foma spekikvæðis.
Þegar litið er á feril Sáms í heild, verður augljóst að það
sem hann tekst á hendur, er honum um megn, enda lýtur
hann að lokum fyrir andstæðingi sínum. Eftir að Sámur
hefur verið hrakinn frá Aðalbóli, hefði hann vel mátt
minnast vamaðarorða í 99. erindi Hugsvinnsmála:
Upp at hefja
sómir þér eigi vel
meiri iðn en þú megir.
En ógæfa Sáms hlýzt ekki einungis af því, að hann reis-
ir sér hurðarás um öxl með því að deila kappi við Hrafnkel,
heldur einnig af hinu, að hann hlítir ekki ráðum Þjóstars-
sona til fullnustu. Hér skal ekki rætt mn það, hvernig þeir
réðu honum að reynast þingmönnmn sínum og öðmm,
þótt skemmtilegt væri að bera það saman við ýmsa staði
í fomritmn, svo sem ráðleggingar þeirra Aristótilesar (Al-
exanders saga, útg. Finns Jónssonar, 5), Jóasar (önnur
Konungabók, 14. kap.; Stjórn, 635) og Davíðs konungs
(Fyrsta Konungabók, 2. kap.; Stjórn, 552-3), heldur skal
einungis minnast þess, að þeir hvetja Sám til að taka
Hrafnkel af lífi. 1 tilskipun sinni segir Davíð meðal aim-
ars: „Þó skaltu minnask Jóab frænda þíns, er mér hefir
L