Studia Islandica - 01.06.1981, Blaðsíða 42
40
Þorsteins þáttur stangarhöggs lýsir tveim vistaiönnuin
á Hofi, sem „váru uppaustrarmenn miklir um allt þat, er
þeir heyrðu í héraði“, og eftir að þeir höfðu skopazt að
húsbónda sínum og verið sendir af honum að hefna smán-
ar þeirrar, sem þeir brigzluðu honum um, segir í þættinum:
„Nú þykkjask þeir vist ofmælt hafa.“ Hér má einnig
minna á viðvörun til Þórarins: „Mæl þú þat eitt um nú,
faðir,“ sagði Þorsteinn, „er þér þykkir eigi ofmælt síðar.“
Ein persóna þáttarins kemst svo að orði á öðrum stað:
„Slíkt er verr mælt en þagat.“ Hér má einnig minna á
skýringu á einum DavíSssálmi (CXLI 1): „Lúk upp
þú munn minn, þá er betr gegnir at mæla en þegja, en
þú byrg hurð, þá er betra er þagat en mælt.“ (Leifar, 163).
Um iðrunarorð Hrafnkels og ræðuna í heild þykir mér
rétt að geta þess, að þar koma fram nokkrar málsbætur,
sem ég minnist ekki að hafa séð í skýringum við söguna.
Iðrun verks var talin refsing í sjálfri sér, shr. Publilius
(1934), 231: Gravis animi poena est quem post facti
paenitet. „Það er huganum þung refsing ef hann iðrast
gerða sinna eftir á.“ Enn fremur Publilius (1934), 660:
Sibi supplicium ipse dat quem admissi paenitet. „Sá gef-
ur sjálfum sér hirting sem iðrast gerða sinna.“ Þá var
einnig talið, að „játning liggi sakleysi næst“, eins og kveð-
ið er að orði í Publilius (1835), 1079: Proximum tenet
locum confessio innocentiæ.
5. Bjarni kvað eigi við sitt jafnmenni um at eiga,
þar sem Hrafnkell var.
„En þó at vér stýrim peningum nokkrum,
þá megim vér eigi ætla oss
at deila af kappi við Hrafnkel,
ok er þat satt er mælt er
at svinnr er sá er sik kann.
Orðskviður þessi er að sjálfsögðu dreginn af fyrirmælinu
að menn skyldu þekkja sjáifa sig, sem Islendingar kynnt-
ust í latneskri mynd: nosce teipsum. Hér er enginn stað-
ur til að rekja feril þess frá Grikkjum til Rómverja, en í
kristinni siðfræði varð sjálfsþekking undirstöðugrein, enda