Studia Islandica - 01.06.1981, Síða 48
46
um en Hrafnkels sögu. Af orðskviðum Publiliusar er ekki
nema einn (1934), 560, sem gæti legið hér til grundvallar:
Quod vult cupiditas cogitat, non quod decet. „Gimd hugs-
ar um það sem hún vill, en ekki um það sem hæfir.“ 1
báðum málsháttunum er hugtakið ágirnd til staðar (cupi-
ditas # seiling), og þótt andstæðumar séu ekki hinar sömu
(quod vult: quod decet; nauðsyn: seiling), verður að gæta
þess, að á íslenzkunni er ekki um orðskvið eða spakmæli
að ræða, og má því gera ráð fyrir einföldun á orðalagi.
Þar sem hér á í hlut gamall maður, sem er sýknaður af
ágimd, má minna á Publilius (1934), 35: Avidum esse
oportet neminem, minime senem. „Engum samir ágimd,
allra sízt öldruðum manni.“ Á hinn bóginn neitar vitur
maður nauðsyn aldrei um neitt, Publilius (1934), 473:
Necessitati sapiens nihil umquam negat.
Þegar hér er komið sögu, rifjast upp fyrir lesendum ör-
birgð Þorbjarnar og afsökun við Einar: „Eigi veldr ást-
leysi þessi brottkvaðning, því at þú ert mér þarfastr bama
minna; meir veldr því efnaleysi mitt ok fátœkð.“ Eins og
Publilius (1934), 247, minnir oss á, skipar fátækt manni
margt að reyna: Hominem experiri multa paupertas jubet.
Hrafnkels saga er ekki eina fomritið, sem getur þess,
hve nauðsynlegt sé að mæla eftir nákominn mann, og má
hér taka til samanburðar glefsur úr fimmta kafla Banda-
manna sögu:
. . . ok er sú virðing manna á,
sem œrin nauðsyn heldi honum
til at halda fram máli eptir fóst-
bróður sinn.
„ . . . engu mun ek mér þar af
skipta, ok er Oddi várkunn ok
full nauðsyn at mæla eptir slík-
an mann . . . “
Engu mun ek mér þar af skipta,
því at mér sýnisk Odd nóg nauð-
syn til reka at mæla eptir slik-
an mann, sem Váli var . . . “
M.
„ . . . en svá mikil þykki mér
nauðsyn á um málit Odds, at ek
veit eigi, hvárt ek nenni at vera
í mót honurn."
K.