Studia Islandica - 01.06.1981, Side 62
60
dæmisögum eru upphefðir venjulega skammar, og þó hélt
Sámur völdum eina sex vetur, áður en frásögnin kemst
að óhjákvæmilegri niðurstöðu og setur hann lægra en fyrr.
Það er engan veginn sjaldgæft í fornsögunum, að þeim
mönnum farnist illa sem hlíta ekki heilræðum eða varn-
aðarorðum, og er þó hvergi þar að finna neitt sem svipar
til frásögninni af viðskiptum þeirra Sáms og Þjóstars-
sona.25 Hann hlítir öllum ráðum þeirra nema einu og
skirrist við að taka Hrafnkel af lífi, og þó höfðu þeir var-
að hann við að „vant er við vándum at sjá.“ Sámur gefur
þá skýringu á miskunnsemi sinni, að Hrafnkell eigi „ómegð
mikla fyrir að sjá“, en slík mildi er í ýmsum dæmisögum
talin sérstaklega viðvörunarverð, þegar um illt mannseðh
er að ræða. Þannig klykkir dæmisögunni af maurnum —
sem upphaflega var ágjarn bóndi og Seifur gerði að skor-
dýri — út með svofelldum eftirmála, að eðlisillir menn
leggi ekki niður illa siðu þótt þeir sæti hörðustu refsing-
um: Id sane declarat, natura perversos, etsi maxime puni-
antur, pravos tamen mores non exuere. (Fabulae Aesopi-
cae CXVI, ,Formica‘).26 Augljóst er að pyndingar Hrafn-
25 Hér má minna á eftirmála að einni dæmisögu (Fabulae Aesopicae
CXCIII, ‘Testudo et Aquila’): Fabula declarat, permultos homines,
dum in contentionibus prudentiorum consiliis parere nolunt, ingen-
tia damna sibimetipsis inferre. „Dæmisagan sýnir að drjúgmargir
menn, sem eiga í deilum og vilja þá ekki hlíta ráðum viturra
manna, valda sjálfum sér stórlegu hölvi.“
26 Að því hlaut að koma, að Hrafnkell gæti ekki lengur setið á sér,
þar sem menn illrar náttúru gerbregða ekki siðum sínum þótt
breyting verði á hag þeirra og stöðu: Fabula indicat, homines
natura scelestos, etsi condidonem statumque mutent, mores tamen
haud unquam commutare. (Fabulae Aesopicae, XLVIII, ‘Felis et
Venus’). Hitt var einnig alkunna, eins og ráða má af dæmisög-
unni af úlfi og lambi, að ójafnaðarmaður þarf ekki einu sinni
tyllisök til að fremja ranglæti sitt, enda skeytir hann engu um
sönn orð verjanda. Aðrir eftirmálar þessarar sögu munu e. t. v.
eiga betur við ójafnað Hrafnkels, en hér skal þó herma gerðina í
Fabulae Aesopicae CI: Fabula declarat, verba, quamvis vera sint,
improbi tamen atque violenti mentem flectere; quibus autem in-
juste agere propositum est, apud illos nec justa defensio locum
habet.