Studia Islandica - 01.06.1981, Blaðsíða 65
63
hennar og hlutverk dæmisagna. Þó er slíkt að sjálfsögðu
ekki nema hluti af heildarmerkingu Hrafnkels sögu. Við
vísindalegan samanburð á bókmenntum tíðkast sú regla
að verk eru sundurgreind hvert í sínu lagi áður en þau
eru borin saman, svo að unnt sé að gera grein fyrir lik-
ingum og mismun á einstökum frumþáttum. Skyldleiki
Hrafnkels sögu við dæmisögur kemur glöggt í ljós þegar
könnuð eru hlutverk einstakra persóna. Nú er sagan býsna
flókið verk, og því getum við litið á persónur hennar af
ýmsum sjónarhólum. Hvort sem þær eru tilbúningur höf-
undar eða ekld, þá lýsir hann þeim sem tíundu aldar fólki,
og að þvi leyti eru þær sagnfræðilegs eðlis, enda hefst
sagan með sögulegum atburði: landnámi í Hrafnkelsdal.
Persónur eru einnig fulltrúar ýmissa stétta og athafna:
goðar, bændur, kotbóndi, smali, farmaður, griðkona, skó-
sveinn. Fólkið er heiðið, og um einn segir sérstaklega að
hann tryði á Frey, og sýnir það meðal annars hve annt
höfundur lætur sér um að gefa raunsæja lýsingu í verki
um tíundu aldar menn. Og í þriðja lagi gegnir þetta
fólk listrænum og siðrænum hlutverkum, sem eiga sér
hliðstæður í dæmisögum og raunar öðrum bókmenntum.
Um það verður vitaskuld ekki staðhæft, hverjar dæmisög-
ur höfundur Hrafnkels sögu kann að hafa notað að fyrir-
myndum, en frásagnartækni hans ber því glögglega vitni
að hann hefur kynnzt bókmenntum af því tæi. Þótt hann
sviðsetji söguna í íslenzku umhverfi og velji persónur sín-
ar, eins og mörgum höfundum er títt, úr þvi þjóðfélagi
sem hann heyrði sjálfur til, þá er siðaboðskapur sögunn-
ar engu rýrari en í dæmisögum, nema síður sé.28
Leit að munnmælum sem höfundur Hrafnkels sögu
kann að hafa notað má heita næsta vafasamt fyrirtæki
nema glöggur gaumur sé gefinn að lærdómsefni sögunnar.
I rauninni er eðlilegast að hyggja fyrst að þeim atriðum
28 Þeir sem leggja megináherzlu á ytri lýsingar munu e. t. v. halda
fram annars konar áhrifum á Hrafnkels sögu en hér er gert, og
benda á að í ýmsum dæmisögum gegna hestar og smalamenn aðal-
hlutverkum.