Studia Islandica - 01.06.1981, Síða 65

Studia Islandica - 01.06.1981, Síða 65
63 hennar og hlutverk dæmisagna. Þó er slíkt að sjálfsögðu ekki nema hluti af heildarmerkingu Hrafnkels sögu. Við vísindalegan samanburð á bókmenntum tíðkast sú regla að verk eru sundurgreind hvert í sínu lagi áður en þau eru borin saman, svo að unnt sé að gera grein fyrir lik- ingum og mismun á einstökum frumþáttum. Skyldleiki Hrafnkels sögu við dæmisögur kemur glöggt í ljós þegar könnuð eru hlutverk einstakra persóna. Nú er sagan býsna flókið verk, og því getum við litið á persónur hennar af ýmsum sjónarhólum. Hvort sem þær eru tilbúningur höf- undar eða ekld, þá lýsir hann þeim sem tíundu aldar fólki, og að þvi leyti eru þær sagnfræðilegs eðlis, enda hefst sagan með sögulegum atburði: landnámi í Hrafnkelsdal. Persónur eru einnig fulltrúar ýmissa stétta og athafna: goðar, bændur, kotbóndi, smali, farmaður, griðkona, skó- sveinn. Fólkið er heiðið, og um einn segir sérstaklega að hann tryði á Frey, og sýnir það meðal annars hve annt höfundur lætur sér um að gefa raunsæja lýsingu í verki um tíundu aldar menn. Og í þriðja lagi gegnir þetta fólk listrænum og siðrænum hlutverkum, sem eiga sér hliðstæður í dæmisögum og raunar öðrum bókmenntum. Um það verður vitaskuld ekki staðhæft, hverjar dæmisög- ur höfundur Hrafnkels sögu kann að hafa notað að fyrir- myndum, en frásagnartækni hans ber því glögglega vitni að hann hefur kynnzt bókmenntum af því tæi. Þótt hann sviðsetji söguna í íslenzku umhverfi og velji persónur sín- ar, eins og mörgum höfundum er títt, úr þvi þjóðfélagi sem hann heyrði sjálfur til, þá er siðaboðskapur sögunn- ar engu rýrari en í dæmisögum, nema síður sé.28 Leit að munnmælum sem höfundur Hrafnkels sögu kann að hafa notað má heita næsta vafasamt fyrirtæki nema glöggur gaumur sé gefinn að lærdómsefni sögunnar. I rauninni er eðlilegast að hyggja fyrst að þeim atriðum 28 Þeir sem leggja megináherzlu á ytri lýsingar munu e. t. v. halda fram annars konar áhrifum á Hrafnkels sögu en hér er gert, og benda á að í ýmsum dæmisögum gegna hestar og smalamenn aðal- hlutverkum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Studia Islandica

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.