Studia Islandica - 01.06.1981, Side 77
75
(36. kap.): „Mart verðr annan veg en maðrinn ætlar;“
Möituls sögu (9. kap.): „Margt kann gðruvis til at bera
en menn hyggja;“ Flateyjarbók I (1944), 99: „(Hamingju-
hjólit) kann opt undan at velta, þá er minnst varir.“
„Sjái þér fyrir því,“ sagði Grettir, „en eigi geri ek mér alla
menn jafna.“ (65)
Svo hljóðar svar hetjunnar, þegar berserkurinn Þórir
þömb hefur látið traust sitt í ljós: „En mikinn mun eigu
vér at gera þín eða annarra heimamanna; lízk mér, sem
vér munum þik hafa at trúnaðarmanni.“ 1 orðum beggja
er yfirlýsing um mannamun, en þó eru ummæli Grettis
tvíræð, og ekki virðist hvarfla að berserkjum, að hann
muni reynast óvinur þeirra.
Svipað orðtæki kemur fyrir í Clári sögu (útg. Gustav
Cederschiöld (1907), bls. 37). Þegar Teclu skortir hug-
rekki að ganga á fund hins stolta Eskelvarðs, hvetur kon-
ungsdóttir hana með orðunum: „Ok kann vera, at hann
gari sér ekki alla menn jafna.“ Cederschiöld ber þetta sam-
an við setningu í íslendzkum æventýrum (I 111): „Bœndr
svQruðu, en bœn þeira bifask þó hvergi, segjask sín óðul
aldri láta skulu, ok gara alla menn jafna.
Orðtakið minnir vitaskuld á möglun víngarðsmanna við
húsbónda á alkunnri dæmisögu (Matteus, XX): „Þessir
hinir síðustu hafa unnið eina stund, ok þú hefir gjört þá
jafna oss, er borið höfum þunga dagsins og hita.“ (Hi
novissimi una hora fecerunt, et pares illos nobis fecisti,
qui portavimus pondus diei et æstus.“ Þegar Grettir segist
ekki gera sér alla menn jafna, virðist hann hafa í hyggju,
hvað hver hefur til unnið, enda er þess skammt að bíða,
að hann gjaldi berserkjum verkalaunin.
Inir lægri verða at lúta. (284)
Orðskviður þessi kemur einnig fyrir í VopnfirÖinga sögu
(8. kap.) og Magnúss sögu göða og Haralds har'Öráða (Flat-
eyjarbók III) (Unger), 352: „En þér mun fara við kon-