Studia Islandica - 01.06.1981, Síða 83
81
In rebus propriis confido, non alienis.
Nam mihi me melior nullus amicus est.
Freistandi er einnig að minna á Disticha Catonis I 14,
þótt í rauninni sé þar um að ræða annars konar vanda-
mál en í Grettlu:
Plus aliis de te quam tu tibi credere noli. (Walther, 21666)
Skjótt þykki mér mart skipask kunna. (231)
Talsháttur þessi kemur einnig fyrir í fomri biblíuþýð-
ingu, þótt ekkert samsvari honum í Vúlgötu, og er hann
þvi eitt af mörgum dæmum í gömlum þýðingum, þar sem
kjamyrði em höfð til áherzlu eða skýringar. Eftir dráp
Amasa (II. Samúelsbók, XX 11) segir svo í Stjórn (541-
2): „Ok sem sveitungar Jóab komu þar at sem líkami
Amase lá í blóði sínu, mæltu þeir: ,MQrgu skiptir skjótt
um. Sá liggr hér nú, er gjama vildi vera hQfðingi Davíð
fyrir Jóab, hertoga vám‘.“ Latneski textinn hljóðar á þessa
lund: „Interea quidam viri, cum stetissent juxta cadaver
Amasæ, de sociis Joab, dixerunt: ,Ecce qui esse voluit pro
Joab comes David‘.“
Engum getum skal að því leitt, hvaðan hinum íslenzka
þýðanda Samúelsbóka kom þessi orðskviður, en hér má
til samanburðar benda á spakmæli í MálsháttakvœSi (19.
v.): Ógipt verðr í umbúS skjót, og einnig á latneskan máls-
hátt sem tíðkaðist í miðaldaritum (Walther, 15811): Mu-
tavere brevi tempore fata viam.
Grettir beitir málshættinum á Hegranesþingi, þegar
hann dylst fyrir mönnum og Þorbjörn öngull hvetur hann
til að skemmta þingheimi. Eins og víðar í sögunni, em orð
Grettis einkar vel valin, enda kveður við annan tón í Skag-
firðingum eftir að þeim er ljóst hver gesturinn er.
„ . . . ok gefsk illa ójafnaSr." (205)
Svo farast dóttur Hallmundar orð, eftir að vegandi hef-
ur skýrt frá ránum hans. Sama spakmæli kemur fyrir í
vísu eftir Sturlu Bárðarson (Sturlunga saga I (1945), 320):
„Ójafnaðr gefsk jafnan illa.“
6