Studia Islandica - 01.06.1981, Side 86
84
Fátt kveða fleyju brautar
fúrþverranda verra,
randar logs ens reynda
runnr, an illt at kunna.
Útgefandi sögunnar telur, að orðið „illt“ merki hér lík-
lega „níð“ og þýðir vísuhelminginn á þessa lund: „Kappi!
Menn segja, að ekkert sé verra manni en að fara með
níð.“ Þessi skýring er vafalaust röng, þvi að hér mun orð-
takið „að kunna illt“ merkja að hegða sér illa, syndga,
misgera.
Satt er it fomkveðna, at langvinirnir rjúfask sízt. (259)
Til samanburðar má minna á málshátt einn í miðalda-
ritum (Walther, 33271): „Veterrimus homini optimus est
amicus." En hann er upphaflega kominn frá Plautusi
(Truculentus 1. 2. 77).
Berr er hverr á bakinu,
nema sér bróSur eigi. (260)
Málsháttur þessi kemur einnig fyrir í Njálu (152. kap.).
Hugo Gering hefur bent á (Arkiv för nordisk filologi xxxii,
6), að Saxo Grammaticus hefur svipaða gerð: „Nudum
hahere tergum fraternitatis inopem,“ (útg. Holders 135),
og einnig, að Peder Lále tilfærir skyldan orðskvið: „Fra-
temitatis orbatus est pro nudo reputatus (bar ær brodher-
loss man)“. Sbr. einnig Walther, 9938.
Engi er allheimskr, ef þegja má. (278)
Hér er um svo almenna speki að ræða, að auðveldara
er að benda á hliðstæður en að færa rök að ákveðinni fyr-
irmynd. Mönnum koma í huga Or'ðskviÖirnir (17, 28):
„Afglapinn getur jafnvel álitist vitur, ef hann þegir, hygg-
inn, ef hann lokar vörumnn.“ 1 Islendzkum æventýrum
(I 169) segir: „Þggn er vizku tákn, en mælgi heimsku
mark,“ sem er nákvæm þýðing á latneska textanum: „Silen-