Studia Islandica - 01.06.1981, Qupperneq 101
99
að ævi Grettis verður öll önnur en ella hefði orðið. f fyrsta
lagi verða afl og þroski hetjunnar aldrei meiri en hann
hafði náð fyrir viðureignina. f öðru lagi snýst frægðar-
ferill Grettis honum til meins (121): „Þú hefir frægr
orðit hér til af verkum þínum, en heðan af munu falla
til þín sekðir ok vígaferli, en flest q11 verk þín snúask þér
til ógæfu ok hamingjuleysis.“13 Hér er rétt að staldra við
og hyggja nánar að orðum þrælsins. Síðasta setningin,
sem hér er tilfærð, felur í sér það ógnarböl, að flest verk
hans, jafnvel þau sem unnin eru i góðum tilgangi, muni
verða honum til tjóns. Þau henda fram til þess atburðar,
er Grettir sækir eld til að hjarga kölmnn skipverjum sín-
um, en af þessu góðverki hlýzt dauði Þórissona og ein-
vera Grettis. í rauninni er hann ekki siðferðilega ábyrgur
fyrir þeim atburði, heldur er þetta slys, sem Grettir er
látinn gjalda. En það er ískyggilegur þáttur í ógæfu
manns, ef honum er fyrirmunað að láta gott af sér leiða,
þótt hann leggi alla stund á að hjálpa öðrum. Að slysni
Grettis víkur Þorsteinn drómundur síðar: „Slyngt yrði þér
um mart, frændi, ef eigi fylgði slysin með.“ (137) í raun-
inni má líta á formælingar draugsins sem heinar afleið-
ingar af ofmetnaði Grettis. Það er einnig í samræmi við
ógæfu ofsamanns að verða einangraður frá öðrum mönn-
um, og kemur hér að þriðja atriðinu í álagatölu Gláms
(121): „Þú mimt verða útlægr gQrr ok hljóta jafnan úti
at búa einn samt. Þá legg ek þat á við þik, at þessi augu
sé þér jafnan fyrir sjónum, sem ek ber eptir, ok mun þér
þá erfitt þykkja einum at vera, ok þat mun þér til dauða
draga.“ Af fundi sínum við drauginn hlýtur Grettir enn
tvenns konar böl: hann verður hrakinn úr mannlegu sam-
félagi, og um leið þolir hann ekki einveru fyrir myrk-
fælni sakir. Hér er það óttinn, sem fer að setja svip sinn
á ævi Grettis (122-3): „Á því fann hann mikla muni, at
13 Orð Gláms má bera saman við ummæli í þættinum „Af meistara
Peró ok leikum hans“, Islendzk œventýri, útg. Hugo Gering (Leip-
zig 1882), I 222-3: „Mæli ek nú þat um, at q11 ykkar framferð
snúisk ykkr til ófrægðar ok hamingjuleysis."