Studia Islandica - 01.06.1981, Blaðsíða 104
102
Eftir þetta kemur Þorsteinn ekki við sögu fyrr en hann
fréttir víg þeirra Grettis og Illuga og minnist „ummæla
þeira, sem hann hafði, þá er þeir Grettir tgluðusk við endr
fyrir iQngu mn handleggina.“ (271), en nú verður hann
aðalhetjan til söguloka. Hann hefnir Grettis, er varpað í
dýflissu og bjargað af Spes, sem hrátt verður ástkona
hans, þótt gift sé. Eftir að þau höfðu ginnt og losnað við
eiginmann hennar með prettum, verður hún kona hans.
„Þótti Þorsteinn mikill gæfumaðr, hversu hann hafði ór
ráðit sínum vandræðum.“ (285) En gæfa hans að lokum
er þó annars eðlis. Þau Spes fara til Noregs, og eftir að
Haraldur harðráði er tekinn við öllum völdum þar, eggja
menn Þorstein að gerast honum handgenginn, en hann
tók ekki undir það, og kona hans er því einnig andvíg:
„Þat vil ek, Þorsteinn,“ sagði hon, „at þú farir eigi á fund
Haralds konungs, því at vit eigum gðrum konungi meira
vangoldit, ok þarf fyrir því at hugsa. En vit gerumsk nú
gQmul bæði ok af œskuskeiði, en okkr hefir gengit meir
eptir ástundun en kristiligum kenningum eða rQksemð-
um réttenda. Nú veit ek, at þessa okkra skuld megu
hvárki leysa okkrir frændr né fémunir, útan vit sjálf
gjQldum skyld fyrir. Nú vil ek hreyta ráðahag okkrmn
ok fara ór landi ok á páfagarð, því at ek trúi, at svá má
mitt mál leysask." (286-7) Hér kveður mjög við annan tón
en fyrr í sögunni, þegar afrek og ævintýri Grettis eru til
umræðu. Eftir að þau Þorsteinn höfðu fengið aflausn synda
sinna í páfagarði, segir Spes: „Nú þykki mér vel farit hafa
ok lykðazk okkart mál; hQfu vit nú eigi ógæfu saman átt
eina. Kann vera, at heimskir menn dragi sér til eptirdœma
okkra ina fyrri ævi; skulu vit nú gera þá endalykð okkars
lífs, at góðum mQnnum sé þar eptir líkjanda. Nú skulu vit
kaupa at þeim mQnnum, sem hagir eru á steinsmíðar, at
þeir geri sinn stein hváru okkru, ok mætti vit svá bœta
þat, sem vit hQfum brotit við guð.“ (288-9) Og svo ræðst
úr sem Spes leggur til: þau skilja sína stundlegu samvist
af sjálfráði sínu og settist hvort þeirra í sinn stein. Grettir
var gerður útlagi fyrir glæp sem hann var ekki sekur um,