Studia Islandica - 01.06.1981, Blaðsíða 106
104
Um Ferðalang verður bráðlega rætt, en áður en út í þá
sálma er farið, er rétt að hyggja nánar að hinum Þor-
hjörnunum þrem. öxnamegin „var til þess tekinn, at hon-
um var verra til hjóna en Qðrum mQnnum, ok galt nær
engmn manni kaup.“ Og eftir að hann hafði misþyrmt
einrnn vinnulitlum húskarli sínum, leitar sá maður í vist
með Atla, sem tekur við honum, tregur að visu, enda
bannar öxnamegin honum vinnu þessa gæfulitla manns.
Áður en hér er komið sögu, höfðu orðið greinir á með
þeim öxnamegin og Atla, og nú verður þess ekki langt
að híða, að öxnamegin nái sér niðri á Atla og drepi hann,
og síðar fellur hann sjálfur fyrir vopnum Grettis í hefnd-
arskyni. Eins og nafni hans Þorbjörn öxnamegin er Þor-
björn öngull maður sem vegur og er veginn með vopni,
en sá er þó munur á þeim nöfnum, að Öngull kinokar sér
ekki við að leita hjálpar til fjölkunnugrar fóstru sinnar
og yfirbugar svo Gretti, þegar annað þrýtur. Þorbjöm
glaumur vinnur sér hins vegar ekkert til frægðar eða
ófrægðar með afrekum sínum, heldur einungis með van-
rækslu sinni: að láta eldinn slokkna, að óhlýðnast Gretti
um eldiviðinn, og að svíkjast um að draga upp stigann á
efsta degi.
Þótt hlutverk þeirra Glaums og Ferðalangs séu hvort
með sínum hætti, þá er þeim eitt sameiginlegt, en það er
dáruskapur. Þó er sá munur á, að þessi þáttur í fari Ferða-
langs skiptir meira máli fyrir atburðarás sögunnar en
nokkur annar þáttur í fari hans. Munurinn á þeim öxna-
megin og Ferðalang frænda hans kemur glöggt í ljós í
hausthoði á Þóroddsstöðum, þegar rætt er um sameign
þeirra Bjargsmanna og Melamanna á hálsinum sumarið
áðm-: „ÞorbjQm oxnamegin bar Gretti allvel sQguna,
kvað Kormák verra mundu af hafa fengit, ef engir hefði
til komit at skilja þá. Þá mælti ÞorbjQm ferðalangr: „Þat
var bæði,“ sagði hann, „at ek sá hann Gretti ekki til frægð-
ar vinna, enda hygg ek, at honum skyti skelk í bringu,
er vér kómum at, ok allfúss var hann at skilja, ok ekki sá
ek hann til hefnda leita, er húskarl Atla var drepinn, ok