Studia Islandica - 01.06.1981, Síða 110

Studia Islandica - 01.06.1981, Síða 110
108 1 Kristniþætti Njálu (102. kap.) skiptast þeir á vísum Þorvaldur veili og tJlfur Uggason. f vísu sinni hvetur Þor- valdur Úlf til að fara að Þangbrandi presti og drepa hann, en Úlfur neitar að gína við þeirri flugu og kveðst sjá við því meini, sem sér sé búið. Báðar þessar vísur eru í Kristni sögu, og þangað mun söguhöfundur hafa sótt þær. En þó lætur hann sér ekki nægja að herma skáldskapinn einan, heldur eignar hann Úlfi svofelld ályktarorð: „Ok ætla ek ekki,“ segir hann, „at vera ginningarfífl hans, en gæti hann, at konum vefisk eigi tungan um h.QfuÖ.“ Nú er það eftirtektarvert um Njálu, að hún gefur enga lýsingu á Þorvaldi, svo að eggjunarorð hans til Úlfs eru eina dæmið um áleitni hans, en skömmu síðar hlýtur hann þau laun fyrir bragðið að falla fyrir vopnum. Þorsteins saga SÍÖu-Hallssonar (4. kafli) greinir frá draumum, sem spekingurinn Steinn ræður fyrir ójafnað- armanninn Þórhadd. Áður hafði Þórhaddur brigzlað Þor- steini um að hafa gengið í sæng með konu vinar síns, og auk þess hafði Þórhaddur keypt að manni að bera upp „ragmæli um Þorstein Hallsson með því móti, at Þorsteinn væri kona níundu hverja nótt ok ætti þá viðskipti við karlmenn." Draumvitringnum Steini þykir ekki undar- legt þótt Þórhadd dreymi margt, þar sem hann mælir margt, og um einn drauminn segir hann meðal annars: „Þar hefir þú etit heimsundr, ok merkir þat glœpyrði þín, þau er fram fara af munni þínum, ok munu enn eigi pll mælt.“ Þegar lengra líður á draumana, segir Þórhaddur: „Sá var draumr minn inn átti, at mér þótti tungan svá ÍQng í mér, at ek þóttumk krœkja henni aptr í hnakkann ok fram í munninn Qðrum megin.“ Steinn svarar: „Þat er auðsætt, at þér mun tunga um hqfiiö vefjask í helzta lagi.u Síðar mun Þorsteinn hafa vegið Þórhadd fyrir ill- mælið, en sá hluti sögunnar er nú löngu glataður. Þriðja dæmið um talsháttinn er í Fljótsdœlu. I ellefta kafla hennar er Þorgrímur tordýfill kynntur til sögunnar, en hann er „orðmargr ok illorðr, heimskr ok illgjarn“. Eitt sinn lætur hann orð falla á þá lund, að Droplaug hús-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Studia Islandica

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.