Studia Islandica - 01.06.1981, Side 120
118
Sameiginlegt orðalag kemur ekki alltaf fyrir í sömu
röð i báðum frásögnum, en á hinn bóginn verður að geta
þess, að orðalagi svipar saman i þessum sögrnn víðar en
hér er bent á. Nú virðist allt bera að sama brunni: höf-
undur Orms þáttar hlýtur að hafa þekkt Grettlu, og mun
það sennilegra en hitt að hlíta þeim úrskurði Guðna Jóns-
sonar að höfundur Grettlu hafi kunnað skil á munnmæla-
sögum af Ormi Stórólfssyni. En hér verður þó að fara
varlega í sakirnar, áður en ákveðnar ályktanir séu dregn-
ar af einföldum samanburði tveggja rita, sem verða hvorki
höfundgreind né tímasett með neinni vissu. Hvorutveggja
ritið, Grettla og Orms þáttur, studdust við eldri rit, svo
sem Landnámu, Egils sögu og ýmis önnur, en um sam-
eiginleg atriði beggja þeirra höfum við næsta fátt til sam-
anburðar. Um fyrirmyndir beggja getum við að vísu getið
okkur til með því móti að bera þau saman við önnur varð-
veitt rit, en þar sem glataðar gerðir eru nú ekki tiltækar,
þá verður ekki hægt að draga afdráttarlausar ályktanir af
slíkum samanburði.
Einhver skýrustu samkenni Grettlu og Orms þáttar eru
í frásögn af hinztu játningu og banadægri þess kappa,
sem hetjunni stóð einna næst: Hallmundar í Grettlu og
Ásbjarnar í Orms þætti. 1 báðum frásögnum hagar svo til,
að kappinn hefur verið særður til ólífis ella þá er hann í
þann veginn að þola dauða, og áður en hann kveður dán-
aróð sinn, yrkir hann vísu um endadægrið:
Þat’s mér sýnt,
at sínu má
engi maðr
afli treysta,
því at svá bregzk
á banadœgri
hplða hugr
sem heill bilar.
(203)
Sinni má engi
íþrótt treysta,
aldri er hann svá sterkr
né stórr í huga.
Svá bregzk hverjum
á banadœgri
hjarta ok hugr
sem heill bilar.
(Orms þáttur 7. kap.)
1 fljótu bragði virðist vísan í Grettlu vera bæði skáld-
legri og upphaflegri, en þó geta tvær gerðir naumast