Studia Islandica - 01.06.1981, Qupperneq 121
119
hrokkið til að skera úr um sambandið á milli þeirra eða
fyrirmynd beggja. Nú verður ýmislegt tækilegt til sam-
anburðar, svo sem eftirfarandi málsgrein í Victors sögu
og Blávus (útg. Agnete Loth, bls. 24): „Er þat ok satt, at
engi má treysta sínu megni eðr riddaraskap, ef banadœgr-
it er komit.“ Hér kemur fram svipuð hugmynd og í Grettlu
og Orms þœtti, og er þó engan veginn öruggt, að Victors
saga og Blávus hafi orðið fyrir áhrifum frá hinum tveim,
enda verður ekki staðhæft um slíkt fyrr en hugmynda-
forði íslenzkra fomrita hefur verið rannsakaður í heild og
borinn saman við útlendar fyrirmyndir.
Harmtónninn í vísum þeirra Hallmundar og Ásbjamar
minnir á ýmiss konar ummæli um ellina, eins og til að
mynda í Ólafs sögu Tryggvasonar og Bandamanna sögu:
„Þungt er at bíða ellina ok sjón-
leysit, með því at einn veg fer
flestum gpmlum mgnnum, at eigi
ateins sljóvgask sýnin, heldr
minnkask allt hugvitit með lik-
amsblindinni.“
(Flateyjarbók, 1944, I 523)
Illt es ýtum
elli at biða;
tekr hon seggjum frá
sýn ok vizku.
(tslenzk fornrit, VII 350;
vísa þessi er í M, en ekki
ÍK.)
VIII.
EFTIRMÁLI
Ritskýring er í eðli sínu tvíþætt og fólgin í sundur-
greiningu og samanburði. Annars vegar getum við leyst
Grettlu upp í frumþáttu sína (persónur, athafnir, hug-
myndir, frásagnarmynztur o. s. frv.) og á hinn bóginn
borið þá saman við hliðstæð fyrirbæri í öðrum ritum. Með
samanburði við Landnámu, ýmsar Islendinga sögur og kon-
unga sögur hefur Guðni Jónsson glögglega sýnt, hvaðan
höfundi kom ýmislegt af sögulegu efni, ekki sizt í fyrsta
hluta sögunnar, og auk þess gerir Guðni ráð fyrir munn-
legum arfsögnum um Gretti. Enn fremur hefur verið sýnt,
að Grettla mun hafa þegið atriði frá Örvar-Odds sögu og
Tristrams sögu. Hins vegar er leitin að uppruna hug-