Hugur - 01.01.2018, Blaðsíða 129
Eftir dauða póstmódernismans og endalok sögunnar 129
tækum hætti að fjarvera hins raunveru-
lega varð áþreifanleg“ (bls. 36). Gildi
póstmódernismans var því sem eins kon-
ar broddfluga, svo gripið sé til klassískrar
líkingar Sókratesar.
Hvað svo sem til er í gagnrýninni og
ásökunum á hendur póstmódernisman-
um, þá gerir staðan í dag þó niðurstöðu
Björns miklum vandkvæðum bundna.
Við lestur þessa kafla vöknuðu upp hug-
leiðingar um þær samfélagsbreytingar
sem hafa orðið á þeim rétt rúmu tíu árum
frá því að Björn ritar hann. Því póst-
módernisminn hvarf nefnilega ekki al-
farið af sjónarsviðinu. Raunar mætti segja
að hann hafi undanfarið gengið í gegnum
nokkurs konar endurnýjun lífdaga. Ekki
þó sem stefna sem fræðimenn aðhyllast
í raun, heldur sem blóraböggull sem
kennt er um allt frá bágri stöðu hugvís-
indadeilda til kosningar Donalds Trump.
Er þá oft bent á að það skeytingarleysi
um sannleikann sem póstmódernisminn
átti að hafa boðað var notað til að grafa
undan pólitískri baráttu og orðræðu. Það
er þó auðvitað rétt að flest sem kennt er
við póstmódernismann hefur lítið með
hann að gera í raun. En þegar greinin
var upprunalega skrifuð var vissulega
nærtækara að líta svo á að póstmódern-
isminn og hugmyndir honum tengdar
hefðu hrist rækilega upp í heimspekileg-
um forsendum um veruleikann áratugina
á undan með því að boða frumspekilega
gagnrýni og greiningu á nýjan og róttæk-
an hátt – nokkuð sem hafði aðeins góð
áhrif á sjálfsrannsókn heimspekinnar. En
í dag má spyrja sig hvort það sé tími fyrir
endurmat sem tekur með í reikninginn
þessar ófyrirséðu víðari samfélagslegu
afleiðingar sem póstmódernisminn kann
að hafa haft – ekki síst tengsl hans (ef ein-
hver) við tímabilið sem almennt er kennt
við „eftir-sannleika“ (e. post-truth). Þá á
ég ekki við að þeir heimspekingar sem
kenndir hafa verið við „póstmódernisma“
beri einhvers konar ábyrgð á stöðunni í
dag. En uppgjör við póstmódernismann
í dag hlýtur þó að taka þessar afleiðingar
og umræður með í reikninginn.
Björn sjálfur verður þó aldrei sakaður
um skeytingarleysi um sannleikann, en
það hugtak er einmitt umfjöllunarefni
næstu greinar bókarinnar, „Stríðið um
sannleikann“. Í stuttu máli ræðir Björn
þar, með hjálp Pontíusar Pílatusar og
Jónasar Hallgrímssonar, hinn marg-
víslega skilning sem hægt er að leggja
í sannleika, hvort sannleikurinn skipti
máli og af hverju. Björn bendir á að okk-
ur hættir til að líta á sannleikann sem
mun einfaldara fyrirbæri en hann er í
raun og veru. Sannleikurinn er sjaldnast
auðveldlega fenginn, hvað þá að hann
sé hægt að fanga í eitt skipti fyrir öll,
eitthvað sem okkur hættir til að gleyma.
Hann er öllu heldur eitthvað sem krefst
„opinnar og skapandi umræðu“, en slíkt
er ekki einungis sjálfsverunni mikilvægt,
heldur ekkert síður lýðræðislegri ákvarð-
anatöku og samfélaginu öllu (bls. 44).
En áhersla Björns, hér og í öðrum ritum
sínum, á mikilvægi samræðu og íhugun-
ar, að varast fljótfærni og illa grundaðar
ákvarðanir og hugmyndir, er svo sannar-
lega mikilvæg áhersla sem á þó undir
högg að sækja á ýmsum sviðum í dag.
Þar eru auðvitað samskiptamiðlarnir eitt
þekktasta dæmið.
Í næsta hluta bókarinnar er heim-
spekin sjálf umfjöllunarefnið. Í greininni
„Heimspeki við aldahvörf“ fer Björn yfir
sögu heimspekinnar og ræðir ýmis vel
valin álitamál innan hennar í þeim til-
gangi að reyna að varpa ljósi á framlag
heimspekinnar og hvað hún hefur fram að
færa í nútímanum. Í sem allra stystu máli
kemst Björn að þeirri niðurstöðu að hún
gegni lykilhlutverki í dag. Þá sérstaklega í
því hvernig hún er orðin mun útbreiddari
og þ.a.l. einnig fjölbreyttari eftir hinar
mörgu réttinda- og frelsisbaráttur og
byltingar áður undirokaðra og kúgaðra
hópa fólks. Hún er ekki lengur í höndum
Hugur 2018meðoverride.indd 129 24-Jul-18 12:21:28