Rökkur - 01.03.1931, Side 9
R O K K U R
7
ur Ludendorff til, að Bretland,
Þýskaland og Rússland muni
veita Itölum og bandamönnum
þcirra stuðning, en eigi að síð-
ur telur hann, að Frakkar eigi
sigurinn vísan. Að styrjöld
þessari lokinni, segir Luden-
dorff, mun kommúnisminn
fara sigri hrósandi um löndin.
— Frakkneska blaðið Liberté
sem birtir spádóminn, hendir
gaman að Ludendorff og telur
hann svartsýnan í meira lagi.
Hvalveiöar Breta
í Suðurpðlshðfum.
The Anglo-American Hold-
ings Co. sendi mörg hvalveiða-
skij) til Suðurpólshafanna í
haust, þar á meðal þrjú
bræðsluskip. — í septemberlok
var hleypt af stokkunum í
Southampton tankskipi, sem
tekur 8,800 smálestir af hval-
lýsi. Skip þetta heitir Leisten,
og verður í flutningum á milli
Suður-Georgíu, en þar eru að-
alstöðvar breskra hvalveiði-
manna, og Bretlands.
Innflutningstollaaukning
í U. S. A.
hefir dregið þann dilk á eftir
sér, að 11 ríki liafa goldið
Bandríkjamönnum í sömu
mynt með því að hækka inn-
flutningstolla á ýmsum vörum,
sem þær kaupa frá þeim. Þessi
ríki eru: Kanada, Kúba, Spánn,
Ástralía, Nýja Sjáland, Frakk-
land, Ítalía, Sviss, Mexikó, Uru-
guay og Argentína.
Þing breskra verkalýðsfélaga.
Þing hreskra verkalýðsfé-
laga var lialdið s. 1. haust í Llan-
dudno. Henderson, utanríkis-
málaráðherrann, hélt þar ræðu
og sagði, að ríkisstjórnin liefði
ákveðið að bera fram frumv.
um afnám „TlieTradesDisputes
Act“ (Lög um vinnudeilur),
en þing verkalýðsfélaganna
liafði samþykt álvktun í þá
átt. Bjóst Henderson við, að
málið mundi verða komið til
annarar umræðu fyrir jól. —
Nú hafa leiðtogar frjálslynda
flokksins oftar en einu sinni
lýst því yfir, að í þessu máli
geti verkalýðsflokkurinn ekki
vænst stuðnings frjálslynda
flokksins, en íhaldsmenn munu
auðvitað allir sem einn greiða
atkvæði gegn afnámi þessara
laga, því þeir áttu mestan hlut
að samþvkt þeirra. Lögin voru
samþykt í tilefni af allsherjar-
verkfallinu árið 1926. Sam-
kvæmt lögunum eru allsherj-
arverkföll ólögleg. Lögin lögðu
og hömlur á þátttöku opin-
berra starfsmanna í starfsemi