Rökkur - 01.03.1931, Side 51
ROKKUR
49
Örlög einyrkjans.
(Smásaga).
Haustið liafði verið óvanalega
rosasamt í Tungusveit. Gangna-
niennirnir liöfðu lent í kafakls-
hríð. Og þeim hafði gengið erf-
iðlega að koma safninu niður
í Hólsrétt. Réttardaginn gerði
úrhellis rigningu, sem liélst all-
an daginn og fram á nótt, en
undir morgun birti og lægði.
Daginn eftir var logn og frost.
Og slíkum breytingum sem
þessum var veðrið stöðugt háð
fram í desember. Það var sífeld
breyting i veðrinu og vossamt
við öll útistörf.
Björn i Litlu Tungu var ein
yrki og gamall orðinn og slit-
inn, en hann gekk enn að öllum
verkum. Hann hafði enga að-
stoðina sem lieitið gal. Það var
ekki um annað að ræða en að
duga eða drepast. En Björn var
nú einn þeirra, sem ekki var ó-
vinnandi á meðan hann gat
Uppi staðið. Þrátt fyrir ótíðina
hafði Birni tekist að koma
nauðsynlegustu störfum frá.
Hann hafði dyttað að öllum
húsum, eftir því sem hægt var,
en það var erfitt og lýjandi að
standa i því á hverju liausti að
dytta að þessum gömlu torf-
hofum, og oftast einn bæði við
skurð og flutning á torfinu. En
einhvern veginn hafði hann
komið þessu frá þetta haustið
eins og hin fyrri, þrátt fvrir
gigtina. Og hann liafði dyttað
að baðstofuþakinu eftir föng-
um.
Litla Tunga er í miðri sveit-
inni, þar sem Rauðá tekur á sig
krappa beygju til austurs.
Rauðá var vatnslítil á sumrum,
en á vetrum gat hún vaxið svo,
að liún var stórfljóti lik. Hún
rann i stokki að vestanverðu
við túnið, en berg var fyrir þar
sem stokkinn þraut, og sveigð-
ist þar Rauðá til austurs. Skamt
til austurs frá árkróknum tóku
við cyrar að sunnanverðu, en
að norðan og austan við ána
var túnið og' bærinn i Litlu
Tungu, en fyrir austan túnið
voru melabörð gróðurlaus. Alt
um kring voru kjarrásar og
liolt, melar og mýrar, lækir og
tjarnir. Litla Tunga var rýrð-
arkot i þá daga, sem liér um
ræðir, eftir aldamótin síðustu,
en jarðarbókarárið 1709 var
hún i eyði. „Meina menn að
hier verði eigji aftr búið“,
stendur i jarðabókinni. Tveim-
ur öldum síðar var þar samt
aftur búið og hátt liafði Björn
hugsað, þegar hann þremur
tugum ára eða svo fyrir alda-
mótin, settist að á eyðijörðinni
með einni blómarósinni í daln-
um, henni Kristrúnu í Gljúfra-
4