Rökkur - 01.03.1931, Side 54

Rökkur - 01.03.1931, Side 54
52 R 0 K K U R klappaði Sóta á hálsinn, en niælti ekki orð.Hannlétklárinn fara löturhægt, þótt kveld væri komið. Það var norðansvali og lieiðskírt veður. Frost var, en vægt, stjörnubjart og tungl- skin. Birtuna lagði }rfir víkina, hún var umvafin mildu ljósi. Og það kom eins og endurskin af því á huga Björns. Angurværð var í huga lians. Hann hugsaði langt aftur í tímann, þegar Steini var farinn að vappa um, og vildi fylgja honum eftir hvert sem hann fór. Minningin var svo lifandi, að Birni fanst andartak eins og hann heyrði fótatak barnsins fyrir aftan sig. Iiann liafði stöðvað Sóta rétt áður. En ekk- ert ldjóð harst að eyrum nema sogandi brimhljóðið við víkur- sandinn. Áhrifin voru þyngj- andi. Það var eins og endalaus endurtekning á sama angur- væra söngnum. Birni fanst brimhljóðið minna á vegfarar- söng hæfandi sér, útslitnum, þreyttum einyrkjanum, sem var að halda á þau vegamótin, þar sem hann varð að kveðja eina förunautinn, sem eftir var, eina förunautinn, sem hafði reynst tryggur og aldrei hafði brugðist, livað sem á móti hlés. Stundarkorn leið. Björn var allur á valdi þessara hugsana. Og hann hvarf ekki aftur á sömu hugsanabraut og áður fvrr en Sóti fór að ókyrrast. Björn reið greitt upp lirepp- inn, en þegar hann var kominn inn á land Litlu Tungu fór hann hægara. Og yfir Kjarr- nesið fór hann löturhægt, því á leiðinni yfir það blasti ljósið i baðstofuglugganum sífelt við augum. En þegar niður á eyr- ina kom, hleypti hann á sprett. Sóti öslaði óðfús vfir Rauðá og hægði ekki á sér fyrr en heima á hlaði, þótt traðirnar, sem voru niðurgrafnar, og náðu frá vaðinu heim að bæ, væru í brattri brekku. Björn spretti af og leiddi Sóta inn í hús, valdi honum græna og góða tuggu og sýslaði um hann stundarkorn. Að svo búnu gekk hann í eldhús til Guðrúnar gömlu. Björn spurði um konu sina. „Hún liefir mókt þetta annað veifið og legið með hljóðum og sárum hósta á milli,“ sagði hún, „henni er að þyngja trú’ eg“- Siggi í Holti var nýfarinn, sagði Guðrún líka, en hann hafði verið þar um daginn og sýslað um féð. Hann hafði hýst og gefið fénu áður en hann fór. Björn vissi, að Sigga var að treysta, þótt eigi væri hann nema fjórtán ára, og fór því eigi til húsa. Guðrún dró af

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.