Rökkur - 01.03.1931, Side 70
(58
R 0 K K U R
atvinnuvegaviðreisn Rússlands
á „sameignargrundvelli". En
hvernig verður svo tilhögunin
i þessum nýtísku verkamanna-
horgum? Því hefir lýst verið i
tímaritinu Ogonek, sem út er
gefið í Moskva. Hefir birst
grein í tímariti þessu eftir M.
Lunacharsky, sem hefir yfir-
umsjón með byggingu borg-
anna. Skrifar hann aðallega
um verkamannaborgina Mag-
netogorsk, sem bygð er á stepp-
unum sunnan Úralfjalla. Á
borg þessi að byggjast fyrir 50.-
000 manna. Finst járn í jörðu
á þessum slóðum og verða
þarna margar nýtísku járn-
bræðslustöðvar og margs kon-
ar verksmiðjur. I Magnetog-
orsk verða engin „heimili", ef
lagður er skilningur mentaðra
þjóða í það orð. Reistir verða
gríðarstórir verkamannaskál-
ar, sem rúma 1000—1500manns
hver. Engar fjölskylduíbúðir
verða í skálum þessum. Hver
fullorðinn maður og kona fær
sérstakt, lítið herbergi til af-
nota,og öll þessi herbergi verða
eins húin að öllu levti. Þar
verður legubekkur, sem nota
má fyrir rúm, borð, tveir stól-
ar, tveir skápar og þvotta-
standur. Öll börn innan sextán
ára aldurs verða alin upp í
stofnunum undir eftirliti
hjúkrunarkvenna og kommún-
istiskra kennara. Fjölskyldu-
lífið á að uppræta. Uppræting
fjölskyldulífsins er i fullu sain-
ræmi við tilgang hinnar kom-
múnistisku stefnu, sem er að
skapa sameignar-sinnaðar kon-
ur og menn. Magnetogorsk
er fyrirmyndarborgin, sem aðr-
ar verkamannaborgir Rúss-
lands verða sniðnar eftir. Kon-
urnar í Magnetogorsk hafa
engar skyldur gagnvart börn-
um sínum og þær hafa engum
heimilisstörfum að gegna. All-
ur matur verður eldaður í stór-
um eldhúsum og fluttur i mat-
stofur verkamannaskálanna.
Þar fer fram sameiginlegtborð-
hald allra íbúa verkamanna-
skálans. Með afnámi heimilis-
starfa, aðskilnaði eiginmanns
og eiginkonu og með því að
gera þau sjálfstæð hvort gagn-
vart öðru og með aðskilnaði
barnanna frá foreldrunum, er
talið, af kommúnistum, að
ganga muni greitt að uppræta
f j ölskyldulífið. Lun acharsky
bendir og á, að með þessari til-
högun, að hver karl og kona
hafi sérstakt svefnherbergi,
geti samlíf milli karla og
kvenna verið frjálsara, en á
það verða engar hömlur lagð-
ar. Með þessu fyrirkomulagi
vinst það, að ráðstjórnin getur
fengið nægan ódýran vinnu-
kraft, karla og kvenna, — -