Rökkur - 01.03.1931, Page 80

Rökkur - 01.03.1931, Page 80
78 R O K K U R verið. Útflutningur landbúnað- arafurða frá Bandaríkjunum varð minni 1930 en á nokkru ári öðru síðan 1915. Aðallega var flutt út langtum minna af baðmull, en einnig minna af liveiti og ávöxtum, en aftur liafði útflutningur á tóbaki auk- ist að verulegum mun. Kveðst Mr. Hyde vera þeirrar skoðun- ar, að eina ráðið til þess að koma vissum landbúnaðaraf- urðum í sæmilegt verð, sé að takmarka framleiðsluna. Telur hann, að þau ráð, sem reynd hafa verið með lagasetningu til þess að koma i veg fyrir verð- lækkun, iiafi ekki komið að til- ætluðum notum. Nefnir hann t. d. tilraunir hins opinbera til að kaupa korn og baðmull í stór- um stíl af bændum, í því skyni að lialda verðinu háu — það hafi algerlega mistekist. Einnig fordæmir Mr. Hvde þá aðferð, að demba „excess“-framleiðsl- unni1) á erlenda markaði fyr- ir lágt verð (dumping) og loks telur bann sig mótfallinn því, að hið opinbera styrki bændur mcð beinum fjárframlögum. Hefir Mr. Hyde hvatt bændur til þess að nota eklci lengur þær landspildur til ræktunar, sem 1) Þ. e. þeim hluta fram- leiðslunnar, sem ckki er seljan- legur með hagnaði. erfiðari eru til vinslu (sumpart vegna fjarlægðar) og ver til ræktunar fallnar, en leggja áherslu á ræktun bestu spildn- anna og miðlægustu, þ. e. næst býlinu, því vinsla þeirra verði ódýrust og affarasælust. n. Ummæli manns, sem er land- búnaðarráðh. Bandaríkjanna vekja að sjálfsögðu mikla eftir- tekt. En það hefir auðvitað orð- ið hið sama uppi á teningnum hvað Mr. HjMe snertir og aðra menn i opinberu lífi, að orð hans og' gerðir hafa orðið al- ment umtalsefni í ræðu og riti. Og skoðanirnar eru skiftar sem endranær. Fjöldi manna vill ekki fallast á röksemdafærslu þeirra manna, sem halda því fram, að eittlivert þjóðráð sé fengið með takmörkun fram- leiðslunnar. Þeir — og meðal þeirra er Henry Ford — Lalda því fram, að engin ástæða sé fil að takmarka framleiðsluna, heldur verði að finna ráð til aðgera skiftingu framleiðslunn- ar jafnari. Ford vill jafnvel, að allir verkamenn séu sveita- bændur jafnframt, þótt þeir vinni í verksmiðjum. Þessir menn halda því fram. að það sé ástæðulaust að tala um að takmarka framleiðsluna, þegar miljónir manna um allan heim

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.