Rökkur - 01.03.1931, Page 50

Rökkur - 01.03.1931, Page 50
48 RÖKKUR Amulree lávarður, K. C., liefir verið útnefndur flugmála- ráðherra Bretlands í stað Thom- sons flugmálaráðherra, sem beið bana, er R-101 fórst. — Amulree lávarður hét Sir Wil- liam Mackenzie, áður eu liann hlaut lávarðstignina. Hann er skoskur að ætt, 70 ára gamall, og var aðlaður að tilhlutan MacDonalds-stjórnarinnar. Bifreiðaslysum fer mjög fjölgandi í Frakk- landi, eins og í öðrum löndum. Árið 1925 biðu 2.089 menn bana þar í landi af völdum bifreiðaslysa, en (51 af völdum járnbrautarslvsa, en árið sem leið 3.717 af völdum bifreiða- slysa en aðeins 14 af völdum j árnbrautaslysa. Tala hjónabanda í Englandi og Wales var 313,316 árið sem leið (hæst siðan 1921). íbúatala Ítalíu ,var 50,885,000 í árslok 1929. Auk þess eru 9,345,000 ítalir búsettir í öðrum löndum. íbúatala Stóra Bretlands og írlands jókst aðeins um 0,23% árið sem leið. Samkvæmt skýrslum, sem nýlega voru birtar, var íbúatalan i árslok 1929 48,684,- 000 (48,579,000 árið áður). Áætluð ibúatala Englands og Wales 1929 er 39,607,000 (aukning 0,32% frá árinu áð- ur). I Skotlandi hefir fólkinu fækkað. íbúatala Cuba. Samkvæmt nýlega birtum skýrslum voru 3.661.582 íbúar á Guba í árslok 1929. I Havana- héraði voru 960.000 íbúar, flest- ir þeirra í Havana. Verðfall á hveiti. Verð á hveiti í Bandaríkjun- um og Canada var lægra í haust en nokkuru sinni áður síðan árið 1896. I Chicago var verð á hveiti ])r. barrel $7.00 i janúar í ár, en var komið niður í $4.60 í október. I Kans- as City var verðið $4.25 pr. barrel. Þráðlaust viðtal milli Englands og Nýja Sjá- lands fór nýlega fram í til- raunaskyni og hepnaðist vel. Á bráðlega að koma á þráðlausu talsímasambandi milli þessara landa. Vegalengdin er 13.500 mílur enskar.

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.