Rökkur - 01.03.1931, Side 28
26
R O K K U R
bótarinnar (um bannl.) var
samþykt með 590,028 atkvæð-
um gegn 333,326, að afnema
fylkislögin um framkvæmd
bannlaganna (The State Enfor-
cement Act). I ríkinu Illinios
var samþykt með 494,456 atkv.
gegn 170,423 að lina ákvæði
Volsteadlaganna (modifica-
tion, þ. e. að leyfa létt vín og
bjór), afnám fylkislaganna um
gæslu bannlaganna (State En-
forcement Act) með 517,148
atkvæðum gegn 172,464, og loks
samþyktu íbúar Illiniois með
517,753 atkv. gegn 188,043 að
fella niður 18. viðbót stjórnar-
skrárinnar (þ. e. að bannlögin
verði feld úr stjórnarskránni).
í Rhode Island voru 172,545
móti banni, en 48,540 með.
Að svo stöddu verður eigi
sagt með fullri vissu hverjar
verða afleiðingar af sigrum
andbanninga. Bannmenn eru
enn öflugir í ýmsum ríkjum.
Það eitt verður fullyrt, eins og
sakir standa, að bæði andbann-
ingar og bannmenn eru mót-
fallnir því fyrirkomulagi, sem
var áður en bannlögin komu til
framkvæmda. Ef andbanning-
um vex enn fiskur um brvgg
eru allar likur taldar til þess,
að farinn verði meðalvegur,
sterkari drykkir verði bann-
færðir eftir sem áður, en létt
vin og bjór leyft.
ítalir flykkjast til Frakklands.
Samkv. frakkneskum blöð-
um, sem út komu í október, er
f rakkneskum st j órnarvöldum
að verða það sífelt meira á-
hyggjuefni, hve innflytjendum
fjölgar frá Italiu. Til þessa hafa
Frakkar verið fegnir innflutn-
ing'i verkafólks frá Italíu, en nú
hvetja fascistar í Ítalíu verka-
fólk til að setjast að í Frakk-
landi, í héruðunum, sem næst
eru landamærum Italíu. Maður
að nafni Pierre Benard skrifar
um þessi mál í blaðið Æuvre.
Drepur hann á það, að frakk-
neskir þjóðernissinnar hafi orð-
ið æfir, er fregnir voru birtar
um heræfingar stálhjálmafé-
lagsins, sem haldnar voru í
Köln snemma í haust. En þeir
höfðu minni ástæður til að ótt-
ast og verða æfir yfir þessum
æfingum í Þýskalandi, að því
er Benard segir, lieldur en hin-
um stöðuga innflutningi Itala
til Frakklands. Benard dregur
enga fjöður yf'ir það, að at-
vinnuleysi sé mikið í Italíu og
]>vi sé eðlilegt, að fólkið leiti
atvinnu í Frakklandi, því þar
er næg atvinna og stutt fyrir
Itali að fara. En sá böggull fylg-
ir skammrifi, að útflytjendurn-
ir eru beinlínis valdir af full-
trúum fascista, með það fyrir
augum, að þeir njósni um þá