Rökkur - 01.03.1931, Qupperneq 96

Rökkur - 01.03.1931, Qupperneq 96
94 ROKKUR „En hvernig gastu afrekað þetta. Þú liaf'ðir engan bókakost?1* „Eg átti næstum fimm þúsund bindi i bókasafni mínu í Róm, en þegar eg þaulkynti mér þau, komst eg að þeirri niðurstöðu, að ef menn veldi vel eitt hundrað og fimtíu bindi, þá fengi sá, er hefði þau með höndum, alla þá þekkingu, sem er nauðsynleg og æskileg, á heiminum og mönnunum. Eg varði þremur ár- um til þess að fræðast af þessum bókum, eg las þær aftur og aftur, og loks kunni eg heila kafla úr þeim utan að. Eg er stálminnugur og eg gæti haft yfir upphátt úr þeim heila kafla, t. d. úr ritum Thucydidesar, Xenophons, Plutarchs, Titusar Li- vius, Tacitusar, Strada, Jornandés, Dante, Montaigne, Shakespeare, Spi- nosa, Machiavelli og Bossuet. Nefni eg þó aðeins merkustu höfundana.“ „Þú hlýtur þá að vera fær í mörg- um málum?“ „Já, eg tala fimm nútimamál, þýsku, frakknesku, ítölsku, ensku og spánversku. Eg er vel að mér i forn- grísku og hefir það orðið mér að liði í viðleitni minni að læra nýgrisku." „Ertu að stunda það nám nú?“ spurði Dantés forviða. „Já, eg hefi vald á þúsund orðum, en það er auðvitað ekki nóg til þess að ná nokkurri leikni i málinu. En eg get bjargað mér.“ Mikil var undrun Dantésar. Hann leit á Faria sem yfirnáttúrlega veru og hann óskaði sér þess, að hann gæti sagt eitthvað, sem færði hann nær sér, alþýðumanninum. „En ef þú hafðir enga penna, hvernig fórstu þá að skrifa?“ „Eg bjó mér til ágætis penna, svo góða, að ef farið væri að framleiða þá i stórum stil, þá myndu menn ekki nota þá penna, sem menn not- ast við. Eg fæ fisk á miðvikudögum, fösludögum og laugardögum, — og á stundum hvíting. Höfuðbein þess- arar fisktegundar eru stór og vel fallin til þess að smíða úr þeim penna, og það gerði eg lika. Sögu- rannsóknir mínar, þessi iðja mín öll er það, sem hefir haldið við þreki mínu. Þegar eg hefi verið að rann- saka sögu hins liðna, hefi eg gleymt nútíðinni. Þegar eg hefi reikað um velli sögunar — lifað mig inn i liðna tið, þá fanst mér eg vera frjáls, sjálfstæður, glaður. Mér gleymdist það, að eg var fangi.“ „En blekið,“ sagði Dantés, sem ekki vildi láta sig. „Hvernig fórstu að framleiða það?“ „Eg skal útskýra það fyrir þér,“ svaraði Faria. „Einu sinni var eld- stó í klefa mínum, en hún var fylt upp löngu áður en eg var settur í klefann. En eldstóin hlýtur að hafa verið notuð um langt skeið, þvi það var mikið sót á milli steinanna. Sót- inu blandaði eg saman við vínið, sem eg fæ á sunnudögum. Eg get fullvissað þig um, að blekið er ágætt. Þegar um þýðingarmiklar athuga- semdir var að ræða, gerði eg skrámu í húð mína og skrifaði með blóði mínu.“ „Og hvenær ætlarðu að sýna mér alt þetta?“ spurði Dantés áfjáður. „Þegar þér þóknast,“ svaraði Far- ia ábóti. „Gerðu það þá undir eins,“ sagði Dantés. „Komdu þá á eftir mér,“ sagði Faria og lagði af stað niður um op- ið, sem hann hafði skriðið upp um inn i klefa Dantésar. Dantés fór niður á eftir honum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Rökkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.