Rökkur - 01.03.1931, Side 49

Rökkur - 01.03.1931, Side 49
R Ö K K U R 47 þarf að vanda val þeirra sem best og án tillits til stjórn- inálaskoðana. Þeirra æðsta köllun ætti að vera að und- irbúa ungmenni landsins til þjóðþrifastarfa. En þeir eru auðvitað að eins einn liður í þeirri baráttu, sem þarf að befja, til þess að vekja áhuga alþjóðar fyrir því, að svo megi skipast, að landbúnaðurinn komist á svo hátt stig, að hann geti orðið þjóðinni sú undir- staða, sem ekkert fær haggað, hvað sem á dynur. Það getur landbúnaðurinn einn atvinnu- vega vorra orðið. En til þess að það geti orðið, þarf mikinn áhuga, mikil átök. Til þess þurfa menn að læra af gamla tímanum að gugna ekki, þrosk- ast í sjálfsafneitun og hollum metnaði, til þess þarf að búa ungu kynslóðina undir fram- tíðarstörfin, móta hana á ann- an hátt en hin félagslega hóp- menning vorra daga hefir gert, með þeim raunalega árangri, að af hnignun fólksins leiðir hnignun á öllum sviðum. Indlandsráðstefnan bófst þann 12. nóv. Georg V., konungur Bretlands og keisari indlands, setti ráðstefnuna og fluttu ræðu. Molar. Á „hjóli“ yfir Ermarsund. Frakkneskur piltur, Savard að nafni, gerði tilraun til þess snemma i nóvember, að fara á ,.vatnshjólhesti“ yfir Ermar- sund. Lagði hann af stað frá Calais kl. 12,50 e. h. og var 2 mílur vegar frá Dover, þegar hann gafst upp. Var það að kveldi sama dags. Svo heppi- lega vildi til, að hafnsögumenn frá Dover voru nærstaddir. Björguðu þeir piltinum og fluttu til Dover. Einkennileg erfðaskrá. írlendingur nokkur, Mr. Do- herty, flutti fyrir mörgum ár- um til Vestur-Afríku og auðg- aðist hann þar vel. Mr. Doherty lést fyrir nokkru síðan og námu eignir hans £ 600.000. Þegar erfðaskrá hans var opnuð, kom i ljós, að hann hafði ánafnað öllum konum sínum álitlega fjárhæð, og hverri þeirra hús. Mr. Doherty átti sem sé heima í blökkumannahéraði og áfti 16 konur, allar blakkar, og átti með þeim 50 börn. — Ættingjum Mr. Doherty þótti hann hafa verið of rausnarleg- ur við blökkukonurnar, — og heimta úrskurð um, livort erfðaskráin sé lögmæt.

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.