Rökkur - 01.03.1931, Síða 34
32
R O K K U R
mælafundi, — vegna þeirrar
stefnubreytingar, sem orðin er
hjá bresku ríkisstjórninni gagn-
vart Gvðingum i Palestínu. —
Samkvæmt Balfour-yfirlýsing-
unni hétu Bretar því, að veita
Gyðingum hvervetna frjálsan
aðgang að Palestínu og' stuðla
að því, að Gyðingar gæti sest
þar að. Eins og kunnugt er, eru
Arabar fjölmennari i Palestinu
en Gyðingar, og hafa þeir litið
Gyðinga þá, sem inn hafa flust,
illu auga. Nú hefir MacDonald-
stjórnin í opinberu plaggi lýst
stefnu sinni í Palestínu-málun-
um og iiafa Gyðingar livervetna
skilið stjórnina svo, að taka
eigi aftur alt það, sem lofað var
í Balfour-yfirlýsingunni. — Á
mótmælafundi, sem haldinn var
i París, tóku 3000 Gyðingar þátt,
m. a. Paul Painléve, fyrrverandi
hermálaráðherra, Jean Lougnet
jafnaðarmannaleiðtogi, og Mou-
likoff, fyrverandi utanríkis-
málaráðherra í Rússlandi, nú
ritstjóri Hvítrússablaðsins Der-
niéres Nouvelles í París. Pain-
léve komst m. a. svo að orði,
að hann hefði skrifað undir
samþykt Frakldands á Balfour-
yfirlýsingunni. Kvaðst hann
vera þeirrar skoðunar, að
breska stjórnin hefði svikið lof-
orð þau, sem Gyðingum voru
gefin með Balfour-yfirlýsing-
unni. Kvað hann bert, að Bret-
ar ætluðu að láta Araba verða
einráða í landinu, en þar með
væri útilokað, að Gyðingar gæti
átt framtíðar þjóðarlieimili í
ættlandi sínu, eins og Balfour-
yfirlýsingin átti að tryggja
þeim. Moulikoff kvað smáþjóð-
irnar hingað til hafa litið á
Breta sem verndara hinna und-
irokuðu og réttláta stjórnendur
þeirra landa, sem þeir hefðu
fengið umráðarétt yfir (manda-
tory control), en enginn Gvð-
ingur gæti aðhylst þá skoðun
nú, þvi með yfirlýsingu sinni
hefði Bretastjórn svikið helg
loforð sín.
Um sama leyti voru mót-
mælafundir haldnir víða í
Bandaríkjunum.
Þmgkosningarnar
í Austurríki.
Þær fóru fram þ. 9. nóv. og
með friðsamlegum hætti yfir-
leitt, þótt húist hefði verið við
að jafnaðarmönnum og heim-
wehrsmönnum myndi lenda
saman. Kosið var alls í 165
þingsæti og var um framhjóð-
endur 14 flokka að velja. Þátt-
takan í kosningunum var meiri
en í kosningunum þar á und-
an. í Vínarborg kusu 90%, en
í sumum sveitahéruðum 83%.
Óveður var á kosningadaginn