Rökkur - 01.03.1931, Qupperneq 59
R Ö K K U R
57
að þau skriÖu inn í holan trjástofn,
settust þar fyrir og sofnuðu út af.
Næsta morgun er þau vöknuSu,
var sólin hátt á lofti og skein hlýtt
inn í tréö. Þá sagöi litli bróöir:
,.Eg er Jjyrstur, systir mín litla,
ef eg vissi af vatnslind núna, þá
myndi eg fara til hennar sem
f'jótast og drekka drjúgum, en
þei, þei, mér heyrist ein vera hérna
rétt hjá.“ Litli bróöir spratt á fæt-
ur, tók litlu systur viö hönd sér
og ætlaSi aS leita uppi lindina. En
stjúpan vonda var galdranorn og
haföi séS til ferða beggja barn-
anna og læöst á eftir þeim hægt
og laumulega eins og galdranorn-
tun er títt, og hafSi hún magnaS
meS töfrunr allar þær lindir, sem
i skóginum voru. Og nú varS fyr-
ir þeim liríd, sem glitti við i sólskin-
inu og bunaSi eftir grýttum far-
vegi, og ætlaSi litli bróSir þá aS
drekka af henni, en litla systir
heyrSi gegnunr niSinn aS lindin
sagSi: „Hver sem af mér drekk-
ur, verSur aS tígrisdýri, hver, sem
af mér drekkur, verSur aS tígris-
dýri!“ Þá sagSi litla systir:
„GerSu þaS fyrir mig, litli bróS-
ir, drektu ekki, því ef þú drekk-
ur, þá verSur þú aS óargadýri og
rífur mig i sundur.“
Litli bróSir hætti þá viS þaS, þó
aS hann væri aSfram kominn af
þorsta og sagSi: „Jæja, eg skal
þá bíSa þangaS til viS komum aS
næstu lind.“
Nú koma þau aS næstu lind, og
heyrir þá litla systir aS lindin seg-
ir: „Hver sem af mér drekkur,
verSur aS úlfi, hver sem af mér
drekkur, verSur aS úlfi.“ Þá kall-
aSi litla systir: „GerSu þaS fyrir
mig, litli bróSir, drektu ekki, því
,eí þú drekkur, þá verSur þú aS
úlfi og etur mig.“ Litli bróSir
drakk ekki og rnælti: , Jæja, eg skal
þá bíSa þangaS til vi'S komum aS
næstu lind, en þá drekk eg, hvaS
sem þii segir, þvi aS eg hefi ekki
viSþol fyrir þorsta.“
Og þegar þau komu aS þriSju
lindinni, heyrSi litla systir í gegn-
um niSinn aS hún sagSi: „Hver,
sem af mér drekkur verSur aS rá-
dýri, hver, sem af mér drekkur,
verSur aS rádýri.“ Þá mælti litla
systir: „GerSu þaS fyrir mig, litli
bróSir, drektu ekki, því ef þú
drekkur, þá verSur þú aS rádýri
og hleypur burt frá mér.“ En litli
bróSir var þá óSara lagstur á
knén og drakk af lindinni, og
jafnskjótt sem fyrstu droparnir
vættu varir hans, þá lá hann þar
á bakkanum og var irSinn aS rá-
úýrskálfi.
Nú grét vesalings litla systir yf-
ir bróSur sínum í álögunum, og
rádýrskálfurinn grét líka og
horfSi svo raunamæddur á hana.
Loksins sagSi stúlkan: „Vertu
hægur, elsku besti rádýrskálfur
minn, eg skal aldrei nokkurn tíma
yfirgefa þig.“