Rökkur - 01.03.1931, Side 44

Rökkur - 01.03.1931, Side 44
42 R ö K K U R Það fer æ í vöxt í borgum um allan heim, að menn íreistast til að reyna að veita sér sem mest, hvort sem efni levfa eða ekki, enda vantar síst eggjan- irnar, og hið sama er að verða uppi á teningunum hér. Er aug- Ijóst liver hætta vorri fámennu jjjóð er hér búin. Brýna nauð- svn ber til að vinna að því, að sveitamenningin verði aukin svo borgamenningin verði henni ekki vfirsterkari. Mesta velferðarspurning þjóð- arinnar er þessi: Hvernig verð- ur þjóðræktarmálunum komið i best horf? En sú spurning svarar sér sjálf, þegar landbúnaðurinn kemst aftur til vegs og virð- ingar og gengis, þegar jarð- ræktin verður höfuðatvinnu- vegur þjóðarinnar, þegar yfir- gnæfandi meiri liluti þjóðarinn- ar elst upp við jarðrækt, mót- ast við ræktunarstörf og vex, stækkar hið innra fyrir með þeim gróðri, sem hin vinnandi liönd hefir framleitt. Dr. Eckener og von Schiller fóru til Englands sem fulltrúar þýska Zeppelinfélagsins til þess að vera viðstaddir útför þeirra sem biðu bana, er breska loftskip- ið R-ioi fórst. Tveimir tímar. I. Eftirfarandi ritstjórnargrein, sem er lauslega þýdd og nokkuð stytt, birtist fyrir skömmu i ein- hverju útbreiddasta blaÖi Vestur- heims: „Mestu valdamenn Bretlands og breskra sjálfstjórnarnýlendna (do- minions) sitja á ráðstefnu í Lon- don. Svo mætti viröast, sem þeir hefði í höndum sér forlög mikils hluta jarðarbúa og geti miklu ráð- ið um framtíð þeirra landa, sem þeir byggja. Svo mætti virðast, að þeir gæti notað rétt tækifærin, sem þeir hafa, en i rauninni er vart við því að búast, aÖ þeim auðnist það. Það er mikil deyfð yfir atvinnu- lífi eylandsins (þ. e. Bretlands), en landgæði nýlendnanna virðast bjóða takmarkalaus tækifæri dugandi mönnum. En það er eitthvað í veg- ínum. Það er eitthvað í ólagi, að því er snertir stað, stundu — og mennina. Það miðar ekki i áttina áfram á ráðstefnunni. Suður- Afríka ein gæti orðið úndirstaða nýrrar velgengni alls Bretaveldis. Nútímamennirnir hafa betri að- stöðu en menn áður höfðu til þess að gera sér arðbær ný lönd, sem til ræktunar eru tekin. Flutningar fara fram með svo auðveldu móti nú á dögum, að flest það, sem út-

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.