Rökkur - 01.03.1931, Side 98
96
R O K K U R
Rlt seml Rökkii.
Icelandic Lyrics.
Icelandic Lyrics (íslensk ljóS,
frumkvæði og þýðingar) heitir
merk bók, sem Þórhallur Bjarnar-
son prentari gaf út í sumar. í bók-
inni er safn valdra ljóða íslenskra
frá seinni tímum, og er þannig frá
útgáfunni gengiS, aS frumkvæði og
þýðing er ávalt á söniu opnunni.
Er það til mikils hægðarauka og
skemtunar fyrir þá, sem kunnir eru
báðum málunum, og ekki síst fyrir
þá, sem eru að læra annaðhvort
málið, því þeir geta þá spreytt sig
á samanburðinum, þótt auðvitaS sé
ekki um þýSingar frá orði til orðs
að ræSa. Samanburðurinn getur
verið gagnlegur fyrir því. Það, sem
inenn reka fyrst augun i, er þeir
taka sér þessa bók í hönd, er hve
frágangur allur er prýðilegur. Hann
er útgefanda til stórsóma og einn-
ig prentsmiðjunni • (Gutenberg).
Myndirnar af skáldunum er teikn-
aðar af Tryggva Magnússyni list-
málara, og eru þær æriS misjafnar,
en sumar góðar. Hefði eg heldur
kosið, að útgefandinn hefði látiö
gera myndamót eftir góðum Ijós-
myndum. — Þegar menn taka sér í
hönd jafn prýðilega bók og þessi er,
að ytri frágangi, dettur mönnum
ósjálfrátt í hug, hvort innihaldið sé
að sama skapi vandað. En hvað
þessa bók snertir þarf enginn að
vera í vafa um svarið, þvi aS til efn-
isins hefir verið vel vandað. Val
kvæðanna var líka falið þeim
manni, sem líklega er best til þess
fallinn núlifandi íslendinga, Ric-
hard Beck, kennara við háskóla
North Dakota rikis í Bandaríkjun-
um. Vegna kunnáttu sinnar, vand-
virkni og smeklivisi var honum
ágætlega treystandi til þess að ann-
ast útgáfu þessarar bókar. Beck
prófessor er vel skáldmæltur sjálf-
ur, hefir stundað ljóðagerð á ís-
lensku og ensku, og mentast bæði
við íslenskar og ameriskar menta-
stofnanir. Hefir Beck skrifað for-
mála, inngang og æfiágrip skáld-
anna og skýringar. Er það alt vand-
virknislega og af góðum skilningi
af hen'di leyst. Bókin hefst á þýð-
ingum á kvæðum Bjarna Thorareen-
sen, en yngsta skáldiS, sem þýtt er
eftir, er Davið frá Fagraskógi. Þýð-
endurnir eru allir íslendingar eða
af íslenskum ættum, nema Sir A. W.
Craigie, íslandsvinurinn og mál-
fræðingurinn frægi, sem hefir þýtt
„Eykona hvít við dinnnblátt djúp“
eftir Steingrím. Þýðingarnar eru
nokkuð misjafnar, en yfirleitt hefir
þýðingavalið tekist ágætlega. Snjöll-
ustu þýðendurnir eru aS mínum
dómi Jakobína Johnson, Runólfur
Fjeldsted og Vilhjálmur Stefánsson.
Ljóðin í bókinni eru öll frá 19. og
20. öld og gefur þvi safn Kirk-
connell’s ítarlegra yfirlit yfir is-
lenska ljóðagerð frá þvi i fornöld
og fram á vora daga en þetta safn,
því að markmið Kirkconnell’s var
víðtækara. En safn Beck’s er jafn
þarft fyrir því; hvorugt safnið rýr-
ir gildi hins. Safn Beclc’s á erindi
til allra erlendra manna, sem kynn-
ast vilja seinni tíma skáldum ís-
lendinga, og er gagnleg eign og
skemtileg öllum þeim íslendingum,
sem ensku nema eða kunna ,og
áhuga hafa fyrir ljóðagerð. — Út-
gefandinn og safnandinn eiga báð-
ir hinar bestu þakkir skilið fyrir
bókina, sem er þeim til sóma að
öllu leyti. Áskell.