Rökkur - 01.03.1931, Page 85
83
R Ö K K U R
vegna þess, að skortur sé þurf-
enda þessarar franileiðslu í
heiminum, sem og hefir verið
á bent, því miljónir manna
svelta heilu og hálfu hungri og
ganga klæðlitlir, heldur vegna
þess skipulagsleysis, sem er á
skiftingu framleiðslunnar. Hér
á fslandi hagar vitanlega alt
öðru vísi til en í kornræktar-
iöndunum og baðmullarræktar-
löndunum, að því er þessi mál
snertir. Hjá okkur er ástandið
líkara því, sem er i Bretlandi
að ýmsu leyti. Bretar verða að
flytja inn firn af landbúnaðar-
afurðum, en gætu minkað þá
innflutninga að stórmiklum
mun, þvi það er ekki skilyrð-
anna vegna, að landbúnaði
Bretlands hefir hnignað. Öðru
nær. Enda er það eitt af aðal-
málunum á dagskrá í Bretlandi
nú, að efla landbúnaðinn. Og
það er ekki úr vegi að benda á
það, að það er ekki neitt flokks-
mál. Tveir aðalflokkanna, sem
hafa meiri hluta þjóðarinnar að
baki sér, hafa borið fram á-
kveðnar tillögur um stórfelda
eflingu og útfærslu landbúnað-
arins. Hér á íslandi hagar þann-
ig til, að við eigum enn langt í
land að geta fullnægt innan-
iandseftirspurninni að sumum
iandbúnaðarafurðum, svo sem
mjólkurafurðum öllum, jarðá-
vöxtum og eggjum, því við
flytjum inn þessar afurðir fyr-
ir stórfé á ári hverju. Þar eig-
um við mikinn markað að
vinna i okkar eigin landi. Hins-
vegar liagar öðruvísi til lijá
okkur en Bretum að því leyti,
að við flytjum út landbúnaðar-
afurðir i lilutfallslega stærri
stíl, aðallega ull og kjöt. Núver-
andi erfiðleikar íslenskra bænda
orsakast auðvitað að nokkuru
leyti af lágu verði á útflutnings-
afurðunum. Sérstaklega er ull-
arverðið lágt sem stendur, enda
hefir fjöldi bænda alls ekki selt
ull sína í ár. Hinsvegar má
benda á, að framtíðarhorfur um
kjötmarkaðinn eru ekki taldar
slæmar, með enn betri verkun,
kjötskoðun og frystingu og kæl-
ingu kjöts, virðist ekki ástæða
til þess að óttast svo mjög um
framtíð íslenska kjötmarkaðs-
ins. Og það er litlum vafa und-
irorpið að sæmilegur markað-
ur fæst fyrir íslenskar mjólkur-
afurðir erlendis. Meginorsök
erfiðleika íslenskra bænda er
iiið háa kaupgjald. Nægilegt
verkafólk fæst jafnvel ekki um
bjargræðistímann til þeirra
sem greiða þetta háa kaup —
en margir bændur geta alls ekki
greitt það. Þetta er auðvitað
engin sönnun þess, að landbún-
aður geti ekki verið lífvænleg-
ur atvinnuvegur. Það sannar
aftur á móti, að hinar háu
6*