Rökkur - 01.03.1931, Side 35

Rökkur - 01.03.1931, Side 35
R Ö K K U R 33 í sumum sveitahéruðum og mun það hafa dregið úr kosn- ingaþátttökunni sumstaðar. — Segja má, að öllum flokkum hafi orðið vonbrigði að úrslit- unum. Ríkisstjórnin hafði bú- ist við að sigra á kostnað jafn- aðarmanna, en það varð ekki. Jafnaðarmenn unnu eitt sæti, fengu alls 72, en andstæðingar þeirra fengu að eins 41% at- kvæða, en höfðu 42% í kosn- ingunum þar á undan. Scho- berflokkurinn fékk 19 þing- sæti, en hafði búist við að fá 30—35, en kristilegir jafnaðar- menn fengu 66, eða 7 færri en þeir höfðu, en heimwehr- flokkurinn 8, eða samtals 74. Kristilegir jafnaðarmenn eru nánast íhaldsmenn og geta því að eins lialdið völdunum með tilstyrlc heimwehrmanna og Schoberflokksins. En talið er, að Schoberflokkurinn muni neita þeim um samvinnu, nema flokkurinn sjái um, að heimwehrmenn fari ekki of geyst, en heimwehrmenn munu una því illa, að Schober og flokkur hans verði ráðrikir Um of. Voru það lieimwehr- menn, sem áttu mestan lilut að, er Schober varð að fara frá völdum. Er um þetta alt sainan þóf mikið og ekki bú- ist við, að til úrslita komi um framtíðarstjórn fyrr en i byrj- un desember, því að þá kemur þingið saman. Innanríkisráð- herrann, Starliemberg, sem er heimwehrmaður, hefir haft í hótunum við andstöðuflokka stjórnarinnar og seg'ir að stjórnin muni sitja sem fast- ast. Aftur á móti spá þvi marg- ir, sem málunum eru kunnir, að ekki sé að marka hótanir lieimwehrmanna, vantraust muni verða samþykt á stjórn- ina, er þing kemur saman, og verði þá efnt til nýrra kosn- inga enn einu sinni. Síðan framanskráð var ritað, liefir borist fregn um það, að Vaugoin-stjórnin hafi beðist lausnar. Breska alríkisráðstefnan. i. Það liefir gengið erfiðlega að ná samkomulagi á bresku al- ríkisstefnunni um vandamál þau, sem þar hafa verið rædd. Hefir og til skamms tíma geng- ið erfiðlega að fá staðfestar fregnir af því, sem þar hefir fram farið, og kvörtuðu marg- ir blaðamenn yfir því, en upp á síðkastið liafa þó blöðin birt ítarlegri fregnir af ráðstefn- unni. Forsætisráðherrar sjálf- stjórnarnýlendnanna liafa farið fram á það, að breska stjórnin breytti um stefnu í viðskifta- 3

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.