Rökkur - 01.03.1931, Síða 88

Rökkur - 01.03.1931, Síða 88
86 R O K K U R anum leið. En Dantés var löngu hættur slíkum útreikningum. Þegar fangavörðurinn hafði sett matinn í skaftpottinn, fór hann sína leið. Dantési lék nú hugur á, að kom- ast að raun um, svo óyggjandi væri, hvort nágranni hans væri hættur að grafa. Hann hlustaði af nýju, en ekkert hljóð barst að eyrum lians. Það voru nú þrír dagar, síðan Dant- és hafði heyrt til fangans. Dantés stundi. Það lá i augum uppi, að fanginn har ekki traust til hans. Samt sem áður hélt hann áfram að erfiða. Þá er hann hafði stritað tvær eða þrjár stundir, hætti að láta undan járnstönginni. Fyrir virtist vera harður, sléttur flötur. Dantés þreif- aði fyrir sér með höndunum, og komst að því, að þarna var bjálki fyrir í veggnum. Bjálkinn var breið- ari en gatið, sem Dantés var búinn að mölva í vegginn, og var því ekki um annað að ræða, en að grafa fyr- ir neðan eða ofan bjálkann. Vesalings pilturinn hafði ekki bú- ist við þessari tálmun. „Guð ininn! Guð minn!“ kallaði hann. „Eg hefi beðið til þín svo ákaft og innilega, að eg hafði sann- færst um, að þú mundir bænheyra mig. Þú sviftir mig frelsinu og það var ekki þinn vilji, að dauðinn líkn- aði sig yfir mig. Guð minn, þú, sem skaptir mig, sjáðu aumur á mér. Láttu mig ekki deyja í örvæntingu.“ „Hver talar um guð og örvænt- ingu í sömu andránni?“ var spurt röddu svo dimmri, að hún virtist koma úr iðrum jarðar. í eyrum ung- lingsins var röddin draugsleg og dimm, svo einkennilegt var bergmál raddar þess, sem mælti, er var í nokkurri fjariægð frá Dantési. Hárin risu á höfði Dantésar og hann skalf allur og titraði. „Ó,“ hvíslaði hann. „Eg heyrði rödd mannlegrar veru.“ Um fjögurra eða fimm ára skeið hafði hann aldrei heyrt nokkurn mann mæla, nema fangavörðinn. En i augum fangans var fangavörður- inn ekki mannleg vera. Hann var tilfinningalaus, — ófreskja, sem varnaði honum útgöngu til ljóss og lífs. „í guðs nafni,“ kallaði Dantés, „talaðu, segðu eitthvað, þótt rödd þín veki ótta í huga mínum. Hver ertu?“ „Hver ert þú?“ var spurt á móti. „Ólánssamur fangi,“ svaraði Dant- és, án þess að hika. „Hverrar þjóðar?“ „Frakkneskur." „Hvað heitirðu?" „Edmond Dantés!“ „Hvert var starf þitt?“ „Eg var sjómaður!" „Hve lengi hefirðu verið hérna?“ „Frá 28. febrúar 1815.“ „Hvað hafðirðu gert fyrir þér?“ „Eg var dæmur fyrir sakleysi.“ „Um hvað varstu sakaður?“ „Eg var sakaður um þátttöku í samsæri til þess að koma Napóleon aftur á valdastólinn.“ „Napóleon! Er keisarinn þá ekki við völd nú?“ „Nei, hann afsalaði sér völdunum í Fontainehleu 1814, og var útlægur ger. Þeir fluttu hann til Elbueyjar. —• En hve lengi hefir þú verið hér, þar sem þú ert svo ófróður um það, sem gerst hefir?“ „Frá árinú 1811.“ Það fór hrollur um Dantés. Mað- ur þessi hafði verið fjórum árum lengur í fangelsi en hann. „Grafðu ekki meira að sinni/
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Rökkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.